KVENNABLAÐIÐ

Hundurinn Emma: Ekki áreiti fyrir einhverfan dreng að hafa hund á heimilinu!

Jórunn Dögg Stefánsdóttir skrifar: „Ég fékk svolítið af spurningum þegar okkar fyrsti hundur kom inná heimilið: „Heldurðu að hann verður ekki bara hræddur? Þið getið ekki boðið hundi uppá svona áreiti?“ Þetta áreiti átti að vera frá syni mínum sem er einhverfur.

emma2

Auglýsing

Strákurinn minn er mikið einhverfur og með þroskahömlun og tekur stór köst. Jú, ég kannski tók áhættu en samt ekki. Ég ákvað þegar köstin kæmu myndi ég ekki banna hundunum að koma nálægt eða láta eins eitthvað mikið væri í gangi gagnvart þeim. Ég leyfði þeim algjörlega ráða ferðinni.

voffi

Sem dæmi má nefna þegar Emma okkar kom til okkar fyrsta kastið kom gerði ég það sama og ég hef gert. Hún var 9 vikna…hún sótti sér bein lagðist sultuslök hliðin á vini sínum og nagaði beinið sitt  Núna er Emma 2 og hálfs árs og sýnir þessi mynd svo vel hvernig ást hún ber til vinar síns og hann á móti  hún krefur hann ekki um fullkomnun heldur vill hún bara vera til staðar. Reynum að láta berast út hvað hundar eru mikilvægir félagar fyrir okkur öll!“

emma3

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!