KVENNABLAÐIÐ

Par sakað um að hafa hent út ættleiddum börnum sínum eftir að hafa unnið Extreme Makeover

Sjónvarpsþátturinn vinsæli, Extreme Makeover: Home Edition, hefur oft verið á skjá landsmanna. Par frá Norður-Karólínuríki sem vann yfirhalninguna á húsi sínu hefur verið sakað um að hafa hent út fimm af sjö ættleiddum börnum mjög fljótlega eftir að hafa unnið.

Fyrir fimm árum síðan sóttu Devonda og James Friday um að komast að í þættinum vinsæla á ABC sjónvarpsstöðinni. Þau áttu sjö börn og fimm af þeim voru nýlega ættleidd. Þau höfðu breytt bílslýlinu sínum í tímabundið svefnherbergi til að öll börnin gætu fengið herbergi. Þau virtust fullkomið dæmi fyrir þáttinn sem einbeitir sér að hjálpa fólki í neyð varðandi heimili þeirra og aðbúnað.

Auglýsing

Samkvæmt fimm af nýlega ættleiddum börnum þeirra var þetta ekkert annað en svindl til að komast í þáttinn…afskaplega úthugsað en ömurlegt svindl. Börnin fimm voru öll líffræðileg systkini. Parið sagði í þáttunum að mikilvægt væri að halda öllum börnunum saman og allir trúðu þeim: „Mér fannst eins og ég væri kominn heim,“ sagði Chris, einn af systkinunum fimm. „Mér fannst eins og þau væru foreldrar mínir. Ég elskaði þau eins og foreldra mína. Í alvöru.“

 

family-tragedy

„Þetta var ótrúlega spennandi. Við settumst í limúsínu og keyrðum upp að nýja húsinu okkar. Svo sáum við húsið. Þetta var æðislegt,“ sagði systir Chris, Kamaya sem var 14 ára á þessum tíma. Í þættinum var húsi Friday fjölskyldunnar breytt í átta herbergja höll sem auðvitað var draumur allra í fjölskyldunni. Allt breyttist þó eftir að myndavélarnar hættu að taka upp.

„Það sem þau gerðu okkur var einfaldlega rangt. Þau hentu okkur öllum út,“ segir Chris í viðtali við Channel 9. Fáeinum mánuðum eftir að hafa tekið upp þættina var Chris sendur á áfangaheimili vegna þess hann hegðaði sér ekki vel. Fósturforeldrarnir sögðu að það væri eingöngu tímabundið en honum leið ekki vel með það: „Af hverju þurfti ég að fara? Ég skildi það ekki.“

Svo nokkrum mánuðum seinna gerðist hið sama fyrir Kamaya – hún var einnig send á áfangaheimili og var tjáð að hún ætti í erfiðleikum með skapið sitt. Einnig var henni sagt að það væri einungis tímabundið. Innan árs voru öll systkinin fimm komin af heimilinu. „Systkinin mín (tvíburar) voru fimm ára. Hvernig er hægt bara að henda þeim að heiman?“

Auglýsing

family-tragedy4

 

Þegar systkinin horfa til baka virðist allt hafa verið úthugsað plott til að ná sér í pening: „Þetta snerist allt um peningana. Frá byrjun, allt um peningana,“ segir Chris og Kamaya tekur undir það.

Svo virðist sem grunsemdir krakkanna séu réttar. Devonda og James Friday ráku góðgerðasamtök sem hétu House of Hope. Fyrir utan þáttinn fengu þau gjafakort í Sears sem þau áttu að nýta fyrir samtökin og innrétta heimili. Þau notuðu peningana alla sjálf.

family-tragedy

Þegar Channel 9 reyndi að fá viðtal vildu þau ekki tjá sig. Þegar myndatökuteymi beið fyrir utan húsið þeirra sneri bíllinn við á miðri leið og kom sér í burtu.

family-tragedy3

 

James Friday fékkst eftir þetta til að koma í viðtal og sagði að Chris og Kamaya hefðu viljað fara sjálf. Varðandi hin þrjú börnin sagði hann að barnaverndaryfirvöld hefðu komist í málið en vildi ekki gefa upp í hverju það fólst. Sagði hann að þau hjónin hefðu reynt allt til að fá börnin til baka en það hefði ekki gengið.

Chris og Kamaya hafa ákveðið að leggja þessa reynslu að baki. Þau ætla ekki að halda Friday eftirnafninu. Hin fimm systkinin eru á sitthvoru heimilinu, m.a. tvíburar (stelpa og strákur) sem eru nú 11 ára.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!