KVENNABLAÐIÐ

Besta og hollasta súkkulaðikökukrem sem til er: Uppskrift

Aðeins tvö innihaldsefni eru í þessu kremi – þú trúir ekki hversu auðvelt þetta er: Gleymdu öllu sem tengist flórsykri eða köldu kaffi, þetta er uppskriftin sem þú átt eftir að elska!

Taktu nú vel eftir: Það eina sem þú þarft eru sætar kartöflur og súkkulaði

Alveg satt, félagi!
Alveg satt, félagi!
Auglýsing

Þú sýður sætar kartöflur (eða ofnbakar þær, tekur lengri tíma). Afhýðir og skellir maukinu í matvinnsluvél þar til þú færð dásamlega mjúka blöndu. Þú setur í pott og hitar að suðu, tekur af hitanum og setur annaðhvort suðusúkkulaði eða 70% súkkulaði og lætur það bráðna samanvið kartöflurnar. Hrærðu af og til meðan það kólnar. Kremið á að vera að áferð eins og Betty Crocker kremin, bara miklu MIKLU betra.

Njótið þess að setja kremið á súkkulaðikökunar, vöfflurnar, ísinn….hvaðeina sem hugurinn girnist!