KVENNABLAÐIÐ

4. serían af Sherlock gæti orðið sú síðasta

Í nýlegu viðtali við GQ UK gaf hinn dáði leikari, Benedict Cumberbatch, í skyn að fjórða sería Sherlock gæti orðið sú síðasta. Það kannski kemur ekki á óvart en margir aðdáendur verða sennilega afar fúlir.

Höfundar þáttanna, þeir Steven Moffat og Mark Gatis komu fram á Comic-Con í San Diego’s Comic-Con síðastliðinn júlí. Þeir lofuðu engu um fimmtu seríuna. Hinsvegar lofuðu þeir því að fjórða serían verði einstaklega drungaleg.

Auglýsing

Benedict segir einnig aðdáendum að búa sig undir endalokin:

„Þetta gætu orðið endalok tímabils…mér líður eiginlega þannig, ef ég á að vera hreinskilinn. Þátturinn fer um víðan völl þar sem verður erfitt að fylgjast með. Við segjum samt aldrei nei við þáttinn. Ég væri til í að fara aftur í hann, ég myndi gera það aftur og aftur. […] Að ímynda sér að leika aldrei Sherlock aftur er ergilegt.“

Ljóst þykir þó að bæði Benedickt og meðleikarinn Martin Freeman hafa verið óhemju vinsælir leikarar báðir og erfitt að finna tíma til að leika í svo tímafrekum seríu. Þeirra verður sárt saknað á skjánum!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!