KVENNABLAÐIÐ

Það sem gerir okkur hvað hamingjusömust er að ferðast!

Af hverju förum við í búðir þegar við eignumst smá pening? Í hvert skipti sem debetkortinu er rennt finnum við fyrir smá gleði sem eykst lítillega með hverjum hlut sem bætist í innkaupapokann.

Fáeinum dögum síðar hverfur þó þessi gleði. Hvernig á þá að finna raunverulega hamingju?

Aðlögun er aðalleiðin til að finna hamingju. Um leið og við kaupum okkur hamingjuna, svo að segja, finnum við hamingju sem endist í smástund. Svo þarf að endurtaka ferlið aftur og aftur.

Auglýsing

Sálfræðiprófessorinn Thomas Gilovich í háskólanum í Cornell telur sig hafa fundið leið til að rjúfa þennan vítahring.

Fann hann út að við finnim fyrir jafn aukinni hamingju þegar við ferðumst. En – og þetta er mikilvægasta atriðið – hamingjan sem felst í ferðalögum eykst eins og þegar við kaupum okkur hluti en endist okkur lengur, lifa lengur í hamingjuhormónunum. Að fara á nýja og spennandi staði, fara í ferðir, læra nýja hluti og jafnvel taka þátt í hreyfingu sem er hættuleg eru tegundir hamingju sem fylgir okkur. Nýr bíll eða nýr sími verður fljótt bara einn hlutur sem við eigum í viðbót (og verður úreltur eftir einhvern tíma.)

Allar nýjar minningar hinsvegar verða alvöru uppspretta gleði sem getur dvalið með okkur út lífið!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!