KVENNABLAÐIÐ

Af hverju gastu ekki haldið hnjánum á þér saman?

Kanadískur dómari mun vonandi missa vinnuna eftir að hafa sagt við fórnarlamb nauðgunar: „Af hverju gastu ekki haldið hnjánum á þér saman?”

Dómarinn Robin Camp er nú í miðjum réttarhöldum sem ákvarða hvort hann mun halda sínu embætti sem dómari. 19 ára kona kærði mann fyrir nauðgun og sagði sér hefði verið nauðgað á baðherbergisvaski í teiti í heimahúsi. Dómarinn spurði hana hvers vegna hún hefði ekki „hallað mjaðmagrindinni” þannig að samfarir væru ekki mögulegar. Svo sagði hann upphátt: „Af hverju hélstu hnjánum á þér ekki saman?”

Svo leyfði maðurinn sér að segja um kynlíf ungra kvenna: „Ungar konur vilja stunda kynlíf, sérstaklega þegar þær eru drukknar.”

Á öðrum tímapunkti sagði hann: „Stundum fara kynlíf og sársauki saman…það þarf ekki endilega að vera slæmur hlutur.”

Auglýsing

Camp, sem er 64 ára, sýknaði svo manninn sem kærður var fyrir nauðgun og sagði svo við hann: „Ég vil að þú segir við (karlkyns) vini þína að þeir þurfi að vera nærgætnari við konur. Þeir þurfa að vera þolinmóðari. Og þeir þurfa að fara varlega. Til að verja sig sjálfa þurfa þeir að fara mjög varlega.”

Brotaþoli áfrýjaði málinu sem verður tekið aftur fyrir í nóvember.

Dómarinn hefur hlotið miklar ákúrur fyrir ummæli sín, enda ekki skrýtið. Réttarhöldin yfir honum standa enn yfir og hefur nefndin sagt að Camp hafi ótrúlega „dæmigerðar og fordómafullar skoðanir gagnvart þeim sem kæra kynferðisbrot.”

Vörn Camps felst aðallega í því að hann hafi ekki hlotið neina þjálfun eða menntun í kynferðismálum. Robin Camp er fæddur í Suður-Afríku. Segist hann hafa aðallega hlotið þjálfun varðandi samninga og gjaldþrotamál. „Samstarfsmenn mínir hafa löngum vitað að þekking mín á kanadískum lögum var í lágmarki. Vinsamlega takið tillit til þess að ég bjó ekki hér á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum.”

Einnig baðst hann afsökunar á orðum sínum gagnvart konum og sagði þau „dónaleg og móðgandi.”

Heimild: CNN.com

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!