KVENNABLAÐIÐ

„Búrkíníbanni“ aflétt í Frakklandi

Hæstiréttur Frakklands hefur afnumið lög um að konur megi ekki klæðast „búrkíní“ sem sett var á í bæ á Miðjarðarhafsströndinni. Sundfatabannið í þorpinu Villeneuve-Loubet er „alvarlegt og klárlega ólöglegt og stangast á við frelsi einstaklingsins, trúfrelsi og almennt frelsi,“ var niðurstaða réttarins. Dómurinn mun eflaust setja fordæmi fyrir 30 önnur þorp sem ætluðu að setja svipað bann á baðströndum sínum.

burk2

Mannréttindasamtökin Human Rights League (LDH), og önnur samtök fóru með málið til hæstaréttar. Lögfræðingur LDH segir að þeir sem hafi verið sektaðir vegna bannsins munu fá endurgreitt.

Amnesty International hefur fagnað niðurstöðunni enda um alvarlegt mannréttindabrot að ræða sem er niðurlægjandi fyrir þær konur sem kjósa að synda í því sem þeim líður best í. Einnig er bannið til þess fallið að ýta undir hatur gagnvart múslimum.

Heimild: BBC

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!