KVENNABLAÐIÐ

Hundurinn Duke kosinn bæjarstjóri í Minnestota – þriðja árið í röð

Í þriðja sinn ber hundurinn Duke sigur úr býtum í bæjarstjórakosningum í bænum Cormorant í Minnesotaríki í Bandaríkjunum. Vann hann með miklum mun, aðeins einn kjósandi kaus andstæðing hans, samkvæmt eiganda Duke – David Rick.

Segir eigandinn í viðtali við ABC stöðina WDAY að þetta hafi gerst fyrst fyrir fimm árum síðan, í raun fyrir slysni. „Þú borgar einn dollara og getur þá kosið. Þú mátt skrifa hvern þú vilt kjósa.“ 12 manns borguðu einn dollar fyrir atkvæði í góðgerðaskyni og varð Duke borgarstjóri.

Auglýsing

Er hátíðin „Cormorant Daze“ haldin árlega þar sem ferðamenn og heimamenn hittast og skemmta sér, borða pönnukökur og fara í tívolí. Duke er að sjálfsögðu stjarna bæjarins og hefur birst í ótal þáttum, m.a. hefur verið fjallað um hann í National Geographic. Að sjálfsögðu er hann einnig með sína eigin Facebooksíðu.

bæja

Karen Nelson segist vera „guðmóðir“ Dukes. Þegar ferðamenn eiga leið um spyrja þeir: „Hvar er bæjarstjórinn?“ og vilja láta taka myndir af sér með honum og gefa honum smá sælgæti. „Hann er alltaf með litla svarta Chihuahuahundinum mínum, Sparky, og þeir ferðast um í jeppanum hans David.“ Duke er oftast upptekinn á daginn að vinna á bóndabænum eða hvílir hann sig á krá bæjarins sem er nálægt heimili sínu.

Auglýsing

Þegar hann var yngri átti hann auðvelt með að hlaupa milli heimilis síns og kránnar. Nú er hann meira í því að húkka far á milli.

Ekki náðist í bæjarstjórann sjálfan við gerð þessarar fréttar.

Heimild: The Independent

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!