KVENNABLAÐIÐ

Af hverju bíta sigurvegarar í verðlaunapeningana sína?

Ef þú fylgist með Ólympíuleikunum tekur þú eflaust eftir að við verðlaunaathafnir er til siðs að bíta í peninginn. Hvaðan kemur þetta eiginlega?

Verðlaunahafar halda ekki að peningurinn sé úr súkkulaði heldur eru þau að fylgja skipunum – ljósmyndaranna helst þá. Ljósmyndarar vilja ekki bara að íþróttafólkið standi og brosi heldur geri eitthvað. Með ekkert annað handhægt fékk einhver þá hugmynd að bíta í peninginn og hefur það orðið til siðs.

Auglýsing

Að sjálfsögðu var gamalt ráð að bíta í gullið til að sjá hvort það væri ekta í gamla daga (alvöru gull er svo deigt að það koma smá tannaför.) Flestir vita þó að gullmedalían er ekki gerð úr alvöru gulli heldur mestmegnis blöndu af silfri og kopar. Ef hún væri úr alvöru gulli myndu mótshaldarar þurfa að reiða fram um 17 milljónir dala.

Ef þú varst að velta fyrir þér hvort einhver hafi brotið tönn að narta í peninginn sinn er svarið já: Árið 2010 braut Þjóðverjinn David Moeller baksleðamaður tönn þar sem hann sýndi silfurverðlaunin sín. Sem betur fer fyrir hann þó er móðir hans tannlæknir!

Heimild: Mental Floss

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!