KVENNABLAÐIÐ

J.K. Rowling ætlar ekki að skrifa fleiri bækur um Harry Potter

Rithöfundurinn heimsþekkti, J.K. Rowling tilkynnti í gær eftir útkomu nýjustu bókarinnar í Harry Potter seríunni, Harry Potter and the Cursed Child, muni vera sú síðasta.

Tilkynnti hún þetta við frumsýningu annars leikverks af tveimur um Potter í London í gær. Kvað hún því niður þann orðróm að um að um framhald yrði að ræða en sumir aðdáendur lásu það í leikverkið. Reuters greinir frá þessu.

Auglýsing

„Hann fer í stórt ferðalag í þessum tveimur leikverkum og síðan, já, ég held við séum búin,“ sagði Rowling við fréttastofuna. „Þetta er næsta kynslóðin, þú veist. Ég er í skýjunum með viðtökurnar en nei, Harry er búinn núna.“

Harry Potter and the Cursed Child fjallar um stöðuna á Potter, 19 árum eftir að upprunalegu seríurnar hættu. Harry er nú miðaldra og vinnur fyrir galdrasamfélagið ásamt syni sínum Albus sem er að stíga sín fyrstu skref í galdraheiminum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!