KVENNABLAÐIÐ

Sænskur fótboltamaður rekinn út af fyrir að PRUMPA á vellinum

Sænskur fótboltamaður, Adam Lindin Ljungkvist, var rekinn af vellinum fyrir að leysa vind í miðjum leik. Dómari leiksins kallaði atvikið „úthugsaða ögrun” og „ófagmannlega hegðun.”

Adam var að leika í leik milli Järna SK’s liðið á móti Pershagen SK, og fékk gula spjaldið vegna þess sem fjölmiðlar kölluðu „óvenjulegar aðstæður.”

Hvernig hafa menn verið reknir af vellinum af óvenjulegum aðstæðum?

 

„Mér var illt í maganum, ég varð bara að láta vaða,” segir hinn 25 ára gamli leikmaður við fjölmiðilinn. „Svo fékk ég tvö gul spjöld og svo hið rauða. Já, ég var í sjokki og þetta er það furðulegasta sem ég hef nokkurn tíma upplifað í fótbolta. Og ég hef spilað síðan ég var átta ára gamall.”

„Ég spurði dómarann: Má ég ekki leysa vind?” „Nei,” sagði hann og sagði að ég hefði fretað í höndina og hent honum í áttina að honum. En það var sko ekki rétt.”

Andstæðingurinn Kristoffer Linde sagði í viðtali: „Ég stóð frá, langt í burtu, en heyrði greinilega fretinn mjög vel. Þetta er það furðulegasta sem ég hef upplifað.

Dómarinn, Dany Kako, staðfesti að Ljungkvist hefði fengið gula spjaldið fyrir prumpið og sagði: „Ég skildi þetta sem ákveðna örgun. Hann gerði þetta viljandi og það var óviðeigandi. Þessvegna fékk hann gula spjaldið.”

sænsk

Ljungkvist sagði svo í viðtali við Aftonbladet: „Að ögra einhverjum með prumpi er ekki mjög „smart” eða eðlilegt. Þetta er algert bull. Ég prumpaði og fékk rauða spjaldið. Ég talaði við dómarann eftir leikinn. Ég var auðvitað pirraður en það voru engin slæm orð sem fóru milli okkar. Ég sagði honum að hann væri alger trúður!“

Kako segir hinsvegar að hann hafi lent í svipuðu áður: „Einu sinni var leikmaður sem pissaði á vellinum. Þá fékk hann gula spjaldið, að sjálfsögðu.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!