KVENNABLAÐIÐ

Gabor Kiraly ungverska joggingbuxnaundrið

Næsti leikur Íslendinga sem er við Ungverja fer fram í Marseille í dag þann 18. júní. Fyrir okkur sem heima sitjum er bara um að gera að horfa á leikinn í sjónvarpinu… þetta verður ógeðslega spennandi…

Pireusz, 2015. október 11. A magyar labdarúgó-válogatott tagjai Tamás a Görögország-Magyarország labdarúgó Európa-bajnoki selejtezõmérkõzés elõtt Pireuszban, Karaiszkakisz Stadionban 2015. október 11-én. Elsõ sor, balról: Lovrencsics Gergõ, Gera Zoltán, Németh Krisztián, Dzsudzsák Balázs, Leandro de Almeida. Második sor, balról: Elek Ákos, Király Gábor, Böde Dániel, Kádár Tamás, Fiola Attila és Juhász Roland. Görögország-Magyarország 4-3. MTI Fotó: Illyés Tibor
Lovrencsics Gergõ, Gera Zoltán, Németh Krisztián, Dzsudzsák Balázs, Leandro de Almeida. Második sor, aftari röð frá vinstri:  Elek Ákos, Király Gábor, Böde Dániel, Kádár Tamás, Fiola Attila og Juhász Roland.

Gabor Kiraly

En hverjum mætum við á laugardag? Ungverska liðið vann Austurríki með eins marka mun þannig að  – eitthvað geta þeir ungversku. (Djók, þeir eru fínir) Markmaðurinn þeirra Gabor Kiraly er  þjóðsagnapersóna í Ungverjalandi og víðar og Ungverjarar elska sinn mann.

Gabor Kiraly er kannski frægastur fyrir að vera alltaf klæddur gráum joggingbuxum – reyndar klæddist hann upphaflega svörtum joggingbuxum en einn daginn voru allar svörtu víst skítugar og þá urðu gráar fyrir valinu og hann hefur ekki breytt út af vananum síðan. Það eru engar tískusveiflur hjá Kiraly – hann er eins ár eftir ár.

Bv-IZQYCQAEXO8W

Hann er elsti leikmaður sem tekur þátt í EM mótinu í ár hann er 40 ára, tveggja mánaða og tveggja vikna.

Auglýsing

Upphaflega klæddst hann joggingbuxum vegna þess að hann vildi hlífa sér á hörðum vellinum og þetta hefur þróast yfir í hálfgerða hjátrú – Hann er alltaf klæddur gráum joggingbuxum og þær skulu vera einu númeri of stórar.

Gabor+Kiraly+Reading+v+Fulham+Sky+Bet+Championship+3ijSfazjFDPl

 

Það er fleira sem hann klæðist af hjátrú. Oft er það svört hafnarboltaskyrta númer 13 og bol með tígrisdýramynd og hann er gjarnan í þessu undir liðspeysunni.

2244

Leikmenn ungverska liðsins líta upp til hans þrátt fyrir hans sérkennileg heit enda eru sumir liðsfélaga hans mikið yngri en hann. Sumir voru bara alls ekki fæddir þegar hann var byrjaður að spila fótbolta. Kiraly hefur spila 103 leiki fyrir lið sitt.

Ísland og Ung­verja­land léku í fyrsta sinn sama árið 1988 og þá unnu, 3:0. 

Hvenær höfum við sigrað Ungverja?

3. júní 1992.    1:2 í Ung­verjalandi. Þor­vald­ur Örlygs­son (51), Hörður Magnús­son (73)

16. júní 1993.  2:0 á Laug­ar­dals­velli. Eyj­ólf­ur Sverris­son (13), Arn­ór Guðjohnsen (77)

11. júní 1995.  2:1 á Laug­ar­dals­velli. Guðni Bergs­son (61), Sig­urður Jóns­son (68)

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!