KVENNABLAÐIÐ

Hár blóðþrýstingur – Hvað má borða og hvað ekki?

Það er ekkert grín að þjást af of háum blóðþrýstingi en ýmislegt má gera áður en grípa þarf til lyfja og margir hafa náð góðum árangri með því breyta mataræðinu ofurlítið – En skoðaðu hérna listana fyrir neðan og athugaðu hvort þú getur ekki án mikillar fyrirhafnar breytt neysluvenjum þínum og passað í leiðinni upp á hjartað…og þrýstinginn.

 

Besta fæðan fyrir þá sem þjást af of háum blóðþrýsting

sukkuladi

Trefjarík fæða – óunnar matvörur s.s eins og grænmeti, ávextir og fræ.

Fæða með lágu sódíum magni – Of mikil saltneysla hækkar blóðþrýsting. Passaðu saltneysluna.

Pótassíumrík fæða hjálpar til við að lækka blóðþrýsting. Pótassíumrík fæða er t.d melónur,avókadó og bananar.

Omega-3 fitusýrur eru vinur þinn og gott er að borða villtan lax, chia og flax fræ sem draga einnig úr bólgum í líkamanum.

Dökkt súkkulaði og þá meinum við almennilegt dökkt súkkulaði með háu kakómagni getur lækkað blóðþrýsting.

Auglýsing

Fæða sem þú skalt sleppa þjáistu af of háum blóðþrýstingi

olives

Sódíumrík fæða eins og niðursoðnar ólívur, soyasósa, unnar kjötvörur og yfirleitt allur niðursoðinn matur.

Óheilbrigð jurta- og dýrafita og Omega6 eins og finna má í flögum og snakki og mörgum tilbúnum mat til upphitunnar.

Sykur – mikil sykurneysla er í beinu samhengi við hækkaðan blóðþrýsting.

Koffein – mikil kaffineysla eykur blóðþrýsting.

Alkóhól þrengir æðarnar og getur aukið blóðþrýsting.