KVENNABLAÐIÐ

Svona heldurðu Guacamole grænu og fersku

Það er ekkert leiðinlegra en að þurfa að henda geggjuðu Guacamole – það er ef einhver afgangur er til 😉

En það sem gerist þegar maður ætlar að geyma það t.d yfir nótt er að það verður brúnleitt að ofan og alveg ferlega ógirnilegt.

Í þessu myndbandi er sýnt hvernig best er að fara að en það er afar einfalt að varðveita Guacamole yfir nótt í ísskápnum. Allt sem þú þarft að gera er að þjappa því ofan í skálina, setja kalt vatn svo fljóti yfir Guacamole-ið og plastfilmu yfir. Þegar þú þarft að nota það næst hellirðu vatninu af og hrærir sósuna upp! Einfalt ekki satt?

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!