KVENNABLAÐIÐ

WTF hvað er í Hleðslunni?

Halldóra H Halldórsdóttir deildi þessari færslu á facebook og við erum með henni í losti…

WTF hvað er í Hleðslunni?

„Drakk hleðslu á Sunnudagskvöldið sem er nú ekki frásögu færandi en bragðið af hleðslu dagsins(já èg drekk nánast fernu á dag) var afar sèrkennilegt og vont! Eins og myglubragð. Eftir þrjá sopa hellti èg úr fernunni í vaskinn og þá poppar út, með trega, þetta stykki, sjá meðfylgjandi mynd!

Þetta virðist vera hrár kjúklingur/fiskur.

Èg hef í kjölfarið samband við Mjólkursamsöluna og mæti með þetta stykki með mèr, ásamt hleðslunni, til Gæðastjóra hjá Ms í dag. Þar mætti èg afar leiðinlegu viðmóti, þar sem þessi ákveðni maður, sem hlustaði lítið á mína frásögn, sagði mèr m.a frá því að hann hafi lent í ýmsu í gegnum tíðina, fólk væri oft að setja ýmislegt sjálft í vörurnar eða þá að ættingjar/vinir væru að því til þess að stríða viðkomandi, einnig var mèr sagt frá því að það væri enginn möguleiki á því að svona fyndist í vörunum hjá þeim og allra síst í drykkjarföngum þar sem allir drykkir færu í gegnum ákveðna síu.

Mèr var ekki trúað og mèr fannst èg sökuð um lygar. Því langar mig að spyrja, eru fleiri sem hafa lent í slíku hjá Mjólkursamsölunni (Ms)?

Að lokum var mèr rèttur lítill böggul, sjá meðfylgjandi mynd nr.2, og sagt frá því að þeir myndu rannsaka þetta frekar, það tæki tíma og að þeir myndu svo vera í sambandi við mig í kjölfarið(eftir að hafa beðið um að það yrði gert).“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!