KVENNABLAÐIÐ

Ávaxtasalat á vanillusæng

Gott og ferskt í sumarhitanum

Þessi eftirréttur er alveg sérlega ferskur og hressandi og auðvelt er að búa hann til.

Svona ferðu að:

Skerið 4 st. vanillustangir í tvennt og skafið út fræin. Setjið stangir og fræ í 3 dl. mjólk og 30 gr. af sykri og hitið að suðu. Fjarlægið stangirnar. Látið mjólkina kólna ofurlítið.

Þeytið saman 3 eggjarauður og ¼ matskeið maísenamjöl. Hrærið vel í þegar þið hellið eggjahrærunni í pottinn með mjólkinni og þegar hræran fer að þykkna þá fjarlægið pottinn af hellunni. Hafið vægan hita á hellunni meðan þið blandið þessu saman.

Þeytið rjóma og blandið 3 matskeiðum varlega saman við vanillusósuna þegar hún hefur kólnað. Setjið í vínglös eða fallega glæra skál.

Setjið sósuna í glösin og skreytið með litríkum niðurskornum ávöxtunum  t.d appelsínum, hindberjum, bláberjum og hunangsmelónu.

Kælið í ísskápnum.

Þegar eftirrétturinn er borinn fram er settur smá flórsykur yfir ávextina, ásamt myntu eða sítrónumelissu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!