KVENNABLAÐIÐ

Sætasti refur í heimi: Eyðimerkurrefurinn

Sjáið þessu eyru! Vð erum heilluð af þessum litla, æsta, ref sem á heimkynni sín í eyðimörkum N-Afríku. Hann er eini refurinn sem hægt er að halda sem gæludýr. Einkenni hans eru risastór eyru! Hann er ágætis gæludýr en mjög æstur og er alltaf á ferðinni. Yndislegur engu að síður en ólöglegur á Íslandi.

 

fenn2

Á íslensku Wikipedia síðunni segir: „Eyðimerkurrefurinn er minnsta hunddýrið og er einungis um 1,5 kg að þyngd. Refurinn er 20 cm á hæð við herðakamb og lengd skrokksins verður allt að 40 cm. Skottið bætir um það bil 25 cm við líkamslengdina.

 

Eyrun geta verið allt að 15 cm löng. Dýrin líkjast oft gulum sandi eyðimerkurinnar á litinn sem hjálpar þeim að falla inn í umhverfið.

 

fenn1

Hin löngu eyru eyðimerkurrefa hjálpa þeim að losa hita. Feldurinn getur endurkastað sólarljósi á daginn en varðveitt hita um nætur. Þykkur feldur verndar þófana frá heitum sandinum.

 

frennrrr

Eyðimerkurrefir eru næturdýr. Um nætur veiða þeir sér nagdýr, skordýr, eðlur, fugla og egg til matar. Eyðimerkurrefir svala mestallri vatnsþörf sinni með vökva úr fæðunni en borða þó stundum ber og lauf til að svala aukalegri vatnsþörf sinni.

Vá, hann þarfnast mikillar athygli!!

Eyðimerkurrefir búa í stórum grenum (allt að 10 metra löngum) og oft með öðrum refum.

 

fenn55

Eyðimerkurrefurinn er eina afbrigði refa sem hægt er að halda sem gæludýr. Þótt ekki megi líta á þá sem fyllilega tamdar skepnur er þó hægt að halda eyðimerkurrefi á sama hátt og menn halda hunda. Þó þarf að gæta að því að þeir sleppi ekki. Þeir eru snjallir að grafa hvers kyns holur svo að girðingar verða að ná djúpt niður í jörðina. Það er gríðarlega erfitt að ná aftur eyðimerkurrefum sem hafa eitt sinn sloppið.

Eyðimerkurrefir, sem eru haldnir sem gæludýr, eru venjulega mjög vingjarnlegir í garð ókunnugra og annarra gæludýra. Þeir eru aftur a móti afar iðnir og þurfa að fá útrás fyrir orkuna. Önnur gæludýr geta orðið uppgefin á yfirgengilegri þörf þeirra fyrir að leika sér.“

 

 

 

 

View post on imgur.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!