KVENNABLAÐIÐ

„Gerum ekki neitt“ og Sunnyside Road með pop-up tónleikaröð í sumar!

Hljómsveitin Sunnyside Road sendi nýverið frá sér sumarlagið Gerum ekki neitt og hefur það setið á topp 20 lista Rásar 2 í sex vikur. Lagið lýsir íslensku sumri, ferðalagi í tjaldi, ástinni og bjartsýninni sem Íslendingar fyllast oft á vorin þegar sólin hækkar á lofti.

Til að halda áfram að fanga þessa séríslensku sumarstemningu ætla þau að standa að röð svokallaðra pop-up tónleika í allt sumar, með fókusinn á stór-Reykjarvíkursvæðið en hugsanlega verður einnig farið út fyrir borgarsteinana. Tónleikaröðin ber yfirskriftina ,,Komum nær” og hefur það markmið að færa tónlistina nær fólkinu með litlum fyrirvara og umstangi, en þó alltaf með einlægnina í fyrirrúmi.

 

Fyrstu tónleikarnir verða 8. júní og verður staðsetningin tilkynnt með sólarhrings fyrirvara á viðburði tónleikaraðarinnar á fésbókinni undir nafninu “Komum nær – Pop up tónleikar Sunnyside Road”. Auk þess verður þar tilkynnt um alla pop-up tónleikar sumarsins, með misskömmum fyrirvara, og því um að gera að fylgjast vel með. Um verður að ræða garða, heimahús, í raun hvar sem þau langar til eða dettur í hug að spila með litlu umstangi. Einnig tekur hljómsveitin öllum ábendingum um skemmtilega leynistaði fagnandi.

Um helgina fór hljómsveitin í stúdíó til að taka upp fleiri lög fyrir smáskífu sem mun líta dagsins ljós á næstu mánuðum svo ljóst er að nóg er framundan hjá sveitinni.

Hér er hægt að fylgjast með tónleikaröðinni

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!