KVENNABLAÐIÐ

Kærasti fangelsaður fyrir stjórnsama hegðun: Ofbeldi er ekki bara líkamlegt

Vildi að kærastan myndi líta út eins og Kim Kardashian: Mohammed Anwaar neyddi kærustu sína, Gemma Doherty, til að borða eingöngu rauðrófur og túnfisk og þrælaði henni út á hlaupabrettinu. Gemma er tveggja barna móðir. Einnig neyddi hann hana til að gera stöðugt kvið- og rassæfingar. Ef hún gerði ekki eins og hann sagði sló hann hana. Mohammed sagðist einnig hafa borgað mönnum til að fylgjast með henni í vinnunni þar sem hún væri alltaf að daðra við karlmenn þar.

Mohammed situr nú í fangelsi. Fékk hann tveggja ára + fjögurra mánaða dóm fyrir að hafa sýnt stjórnsama hegðun og var hann einnig dæmdur fyrir níu atriði er sneru að ofbeldi og eyðileggingu. Dómur hans er eftir nýjum breskum lögum frá 2015 sem segja að hegðun þurfi ekki að flokkast undir ofbeldi til að verða dæmd.

Þvinguð stjórnsemi er algengasta ofbeldi gegn konum og einnig hættulegust. Þetta segir Evan Stark hjá bresku stjórnsýslunni. Stjórnsemi og tilhneiging til að stjórna hegðun inniheldur m.a. að halda makanum frá fjölskyldu og vinum, fylgjast með viðkomandi á samfélagsmiðlum, stjórna daglegri rútínu og í hverju viðkomandi klæðist og berja viðkomandi niður með niðurlægjandi orðum og hefta fjárhagslegt frelsi.

Þýtt&endursagt af Marie Claire

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!