KVENNABLAÐIÐ

116 ára gömul kona þakkar langlífi því að hún losaði sig úr óhamingjusömu hjónabandi

Nýtt heimsmet: Emma Morano er nú elsta kona í heimi en hún er ítölsk. Er hún sennilega eina núlifandi þekkta manneskjan sem fæddist á 19 öld.

Auglýsing

Í viðtali við The Telegraph sagðist Emma vera afar ánægð með hinn nýja titil en fyrri heimsmethafi, Susannah Mushatt Jones lést í New York síðastliðinn fimmtudag eftir 10 daga veikindi. „Ja hérna, ég er jafn gömul fjöllunum,” sagði Emma.

Auglýsing

Emma hélt í sínar venjur þrátt fyrir stóru tíðindin. Hún borðaði sinn venjulega morgunmat: Mjólk og smákökur. Þegar kemur að langlífinu á Emma sér nokkur óvenjuleg leyndarmál. Hún hefur alltaf borðað tvö hrá egg á dag í nokkra áratugi. Er það samkvæmt læknisráði sem hún fékk sem ung kona.

Auglýsing

Svo er það annað sem læknirinn ráðlagði ekki, en virðist hafa virkað vel fyrir Emmu. Hún skildi eftir óhamingjusamt hjónaband 38 ára gömul: „Ég vil ekki að neinn ráði yfir mér,” útskýrir hún.

Þrátt fyrir óvenjuleg ráð hefur svo gríðarlega langlíft fólk átt sér ýmsar skrýtnar venjur: Mushatt-Jones borðaði steikt beikon daglega og maður frá Kaliforníu sagðist hafa borðað einn kleinuhring á dag og þakkaði sínum 100 árum fyrir það.

Hvaðeina sem virkar…!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!