KVENNABLAÐIÐ

Eru „Da Vinci“ varir nýjasta æðið í lýtaaðgerðum?

Eftir að Kylie Jenner viðurkenndi að hafa fengið sér fyllingu í varirnar hefur nýtt æði gert vart við sig. Talað er um að Leonardo da Vici hafi verið einn sá fyrsti til að átta sig á að andlitsdrættir væri ekki handahófskenndir heldur væru þeir hlutfallslega fullkomnir, rúmfræðin væri á einn veg en ekki annan til að gera andlit „fallegt:“ Da Vinci aðferðin felst ekki í að blása upp varirnar á einhvern hátt heldur reikna út hvernig nýju varirnar fari þínu andliti sem best.

 

Tim Pearce, læknir í Manchester í Englandi, er upphafsmaður þessa hugtaks. Í stað þess að nota Juvederm til að blása upp varir (sem líta út fyrir að vera bólgnar) fer hann í að stúdera andlitsfall og hvernig best er að stækka varir til að þær séu í samræmi við annað í andlitinu. Tekur hann mið af nefni, kjálkalínu og kinnum með því að nota hugmyndir Da Vinci. Einnig má geta þess að það tók meistarann 12 ár að fullkomna varir Monu Lisu, og fann hann upp hinn gullna meðalveg: 0,1 á móti 1,618. Kemur þetta jafnvægi frá náttúrunni og hefur nú færst yfir á lýtaaðgerðir!

Sjáðu myndir:

 

dav3

 

dav2

 

dav1

dav4

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!