KVENNABLAÐIÐ

Að lifa sem 270 kílóa maður

“Ég mun sennilega ekki lifa til að sjá þrítugsafmælisdaginn minn,” segir Sean Milliken en hann er 25 ára maður frá Cameron Park í Kaliforníu.

Sjónvarpsstöðin TLC sýnir þáttaröð sem kallast My 600lb Life og fjallar hún um fólk sem glímir við gríðarlega offitu.

Sean getur ekki séð um sig sjálfur, hvorki baðað né nokkuð annað og býr hann því með móður sinni. Hann getur staðið eingöngu í hálfa mínútu í einu og þarf að hafa þvaglát í fötu við rúmstokkinn. Að vera svona feitur þýðir að hann fær óhemju mikið af sárum því húðin nuddast svo saman. Hann fór að borða óheyrilega þegar hann varð fyrir því áfalli að foreldrar hans skildu.

“Alla daga vakna ég upp við þann raunveruleika hvernig líf mitt er orðið. Ég er svo stór núna að ég get varla hreyft mig.”

Við vörum við að sumum gæti þótt myndbandið óhugnanlegt:

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!