KVENNABLAÐIÐ

Hefur húmor áhrif á hamingju?

Edda Björgvins og Gunnar Hersveinn heimspekingur: Hamingjan er ekki annars staðar. Hún er spunnin úr aðstæðum sérhvers manns og kjarki hans til að taka ákvarðanir um líf sitt. Atvinnan er þar á meðal mjög mikilvæg og einstaklingar ættu helst að starfa við það sem þeir sinna af alúð ef þess er nokkur kostur.

Hvaða áhrif hefur húmor á hamingju? Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur fjallar um kenningar um hamingjuna og fær til sín Eddu Björgvinsdóttur leikkonu til að ræða um samband hamingju og húmors í lífi og starfi. Þau munu glíma við spurninguna hefur „húmor áhrif á hamingju?“ í heimspekikaffi miðvikudaginn 16. mars kl. 20:00 í Gerðubergi í Breiðholti.

 

Heimspekikaffið í Gerðubergi hefur verið vinsælt undanfarin misseri, en þar er fjallað á mannamáli um hvers konar líferni er heillavænlegt. Gestir taka virkan þátt í umræðum og hafa margir fengið gott hugarefni eftir kvöldin til að ræða frekar.

 

Gunnar Hersveinn hefur umsjón með dagskránni og leiðir gesti í lifandi umræðu um málefnið. Hann hefur m.a. skrifað bækurnar Gæfuspor, Orðspor og Þjóðgildin um gildin í lífinu og samfélaginu. 

Edda Björgvinsdóttir er leikkona og MA í mennta- og menningarstjórnun. Meistararitgerð Eddu fjallar um „Húmor í stjórnun“ og nýverið lauk hún  diplómanámi í jákvæðri sálfræði frá HÍ. Edda hefur sl. 20 ár haldið ótalmörg námskeið og fyrirlestra hjá fyrirtækjum, félagasamtökum, hópum og opinberum stofnunum. Vinsælustu fyrirlestrar Eddu á vinnustöðum fjalla einmitt um húmor sem stjórntæki og gagnsemi hans í mannlegum samskiptum og til að auka starfsánægju.

 

Allir velkomnir í Gerðuberg!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!