KVENNABLAÐIÐ

Lengst út í rassgati: Viltu taka þátt í LÚRfestival?

Ert þú 15-30 ára snillingur? Verið er að leita að ÞÉR til að skipuleggja og njóta listahátíðarinnar LÚR á Ísafirði! Hátíðin verður haldin í þriðja skipti sumarið 2016 og hversu frábært væri ef þú fengir að eiga hlut í því ?

lúr fors

Opinn kynningarfundur verður mánudaginn 14.mars kl.20.00 í Rögnvaldarsal í Edinborg (Uppi).

lur4

LÚRfestival er listahátíð ungs fólks á Vestfjörðum. Listahátíð fyrir allar listgreinar.

lur2

Þessi hátíð er mjög gott tækifæri fyrir ungt listafólk til þess að koma sér á framfæri. Það virðist sem að það séu ekki nógu margir staðir, þar sem að ungt fólk fái að „performa“ og sýna hvað þau geta, þrátt fyrir ungan aldur.

lur1

Þau gera mjög skemmtilega hluti! Eins og að fara í skipulagsferðir, hitta frábært fólk og borða góðan mat á fundum.
Þetta er frábær upplifun sem hlutaðeigendur vilja ekki sleppa fyrir neitt og þau hvetja þig til að vera með.

lur5

Virkilega góð stemning myndast í hópnum og auðvitað er mikil vinna að skipuleggja heila hátíð! Vinnan er hinsvegar mjög skemmtileg og gefandi.

lurfestival@gmail.com

Heimasíða – lurfestival.wix.com

LÚR-festival á facebook 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!