KVENNABLAÐIÐ

Líf hans breyttist þegar hann eignaðist hund: Bjó til myndaseríu

Með hjálp myndvinnsluforrita er allt hægt eins og sjá má á þessum æðislegu myndum ljósmyndarans Christopher Cline. Þegar hann flutti frá Virginíu til Minnesota fékk hann mikla heimþrá og varð dapur. Þá gaf kærastan hans honum hundinn Juji. Christopher var ekki hrifinn af hundinum í fyrstu en ekki leið á löngu þar til hann ekki bara varð besti vinur hans heldur fékk hann eldmóðinn að skapa á ný.

Hann bjó til þessar æðislegu myndir af sér og Juji og vill að fólki líði eins og það sé að lesa barnabók þegar það skoðar þær.

Ég varð strax ástfanginn af honum – Juji hefur breytt lífi mínu og við erum óaðskiljanlegir. Ég hef einnig fundið nýjan flöt á listsköpun minni og ég þakka honum það.

Dásamlegt, ekki satt?

 

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!