KVENNABLAÐIÐ

Konan sem gaf skít í hinar óskrifuðu reglur Óskarsins

Glamúrinn sem einkennir Óskarsverðlaunahátíðina er ótrúlegur: Stjörnurnar sem líta út fyrir að hafa setið síðustu þrjár vikur í stólnum og kjólarnir sem líta út fyrir að vera jafn dýrir og lítil íbúð.

Glamúr, já…en líka frekar skrýtið fyrir hinn almenning sem mun aldrei fá innsýn inn í þennan heim annan en að sjá myndir og myndbönd af atburðinum. Athyglin er á konunum og kjólunum og almenningur kýs ljótasta og flottasta kjólinn.

En auðvitað er hátíðin líka um meistaraverk á sviðum kvikmynda og frábærra hæfileika.

Svo hvað gerist þegar kona vinnur sem er ekki í fínum kjól eða með hárið fullkomið?

Jú, það gerist líka og gerðist á hátíðinni sem leið. Jenny Beavan sem er ein af flottustu búningahönnuðunum í bransanum. Hún vann Óskarinn fyrir hönnun sína í Mad Max: Fury Road.

Fólk horfði á hana í forundran og umtalið varð meira um hvernig hún leit út en vinnu hennar við myndina. Hún mætti í gervileðurjakka frá M&S, svörtum buxum og með hárið…já, eins og enginn hafði haft hendur í því!

Ó, hryllingurinn! Sjáðu svipinn á mönnunum þegar hún gengur upp að sviðinu, þeir gleyma næstum að klappa.

Furðulegt að konan leit ekki út eins og Disneyprinsessa. Hún gengur full sjálfsöryggis upp að sviðinu og tekur við verðlaununum.

Beavan vissi hinsvegar sjálf alveg hvað hún var að gera. Baksviðs sagði hún að hún færi aldrei í kjóla og svo sannarlega aldrei í hæla því hún sé slæm í bakinu: „Skórnir mínir voru eitthvað að stríða mér og glimmerið datt af þeim. Mig langar bara að líða vel og að mínu mati er ég virkilega í mínu fínasta.“

jenny2
Mikið hefur verið gert grín að jakkanum í fjölmiðlum

Svo þetta hlýtur að teljast áhugavert: Fjölmiðlar að missa sig yfir konu sem datt í hug að velja slíkan klæðnað á verðlaunahátíðinni í stað þess að fagna listakonu með sjálfsöryggi.

Vinningshafinn hlýtur að vera…

Jenny Beavan.

Heimild: The Pool

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!