KVENNABLAÐIÐ

Nokkrar leiðir til að sjá hvort fólk sé að ljúga að þér

Kannski mætti áætla að ef fólk getur ekki horft í augun á þér sé það að ljúga. En samkvæmt sálfræðingnum Amy Cuddy hjá Harward Business skólanum er það ekki endilega það eina sem kemur  upp um fólk. Þú þarft að horfa á ýmsa aðra þætti, svo sem hvernig það orðar hlutina, hvernig svipur kemur á fólk, hvernig líkamstjáningin er of fleira.

„Það er erfitt að ljúga stöðugt,“ segir Amy. „Á meðan verið er að segja eina ákveðna sögu og bæla aðra niður, eins erfitt og það nú er, kemur sektarkenndin ofan á það, og þá þarf einnig að bæla hana niður. Við höfum einfaldlega ekki þann hæfileika að geta gert þetta allt í einu án þess að eitthvað „leki.““

 

lygari 2

 

Til að uppgötva þessa „leka“ er ráð að leita að þessum mun: Að sjá muninn milli þess sem fólk er að segja og gera. Sveiflukenndar tilfinningar og sveiflukennd hegðun – svo sem að segja frá einhverju á gleðilegan hátt á meðan svipurinn er órólegur getur verið vísbending.

Því miður er fólk almennt lélegt í að þekkja lygara. Vandinn liggur í því að fólk er að hlusta á hvað er sagt, ekki á það hvernig fólk hegðar sér og tenginguna þar á milli. „Við erum alltaf að leita að vísbendingunum í máli til að sjá hvort verið er að segja satt eða ekki,“ segir Amy. „Sannleikurinn liggur í því hvernig fólk hegðar sér frekar en í þeim orðum sem sögð eru.“

David Chaves hjá FBI – Alríkislögreglu Bandaríkjanna – hélt fyrirlestur sem bar nafnið „The FBI on Wall Street“ á dögunum. Þar hefur hann ásamt fleirum verið að rannsaka innherjaviðskipti og fleira.

Hann dró upp spjald sem á stóð „Lie Detection“ og sagði svo: „Því í þessum bransa lýgur fólk. Horfumst bara í augu við það, ókei? Ég er samt ekki að fara að gera ykkur sérfræðinga í því á einu kvöldi.“ Þannig hóf hann fyrirlesturinn og sagði að það þyrfti að hafa ýmislegt í huga þegar þú talar við fólk með því markmiði að sjá hvort það sé að segja sannleikann eða ekki.

 

lygari fors

 

Hér eru þessi aðalatriði:

  1. Lygari mun orða spurninguna þína orðrétt eftir að þú hefur spurt.
  2. Lygari á til að laga bindið eða strjúka hálsinn.
  3. Lygari mun leggja áherslu á að hann sé að segja sannleikann: „Ég er að segja þér satt….“ „Í alvöru…“  „Ég sver…“
  4. Lygari mun ekki draga saman setningar, s.s. „Ég eriggi…“ heldur „ég – er – ekki“
  5. Varir lygara munu herpast þegar hann er að fara með ósannindi. Það sýnir mikinn kvíða og streitu.
  6. Lygari snertir andlitið: Hann blæs kannski með kinnarnar útblásnar, nuddar ennið, fiktar í hálsmeni eða öðru tiltæku.
  7. Lygari MUN horfa beint í augun á þér! Þetta er eitt af því sem fólk flaskar á.

Það er einnig mikilvægt samkvæmt Chaves að þekkir þú manneskjuna vel veistu hvernig hún hegðar sér dags daglega. Þó þú sért ekki alltaf 100% viss áttu að treysta innsæi þínu.

„Þú átt að treysta innsæinu,“ segir David Chaves. „Þegar þú situr til borðs með einhverjum og hann er að tala og þú færð þessa tilfinningu um að eitthvað sé að en þú getir ekki alveg staðsett hvað það er. Einhver tilfinning sem fær hárin til að rísa, að þú þurfir að fara – þetta „sjötta skilningarvit“ sem við höfum öll en hlustum ekki endilega alltaf á.“

Að lokum segir David: „Ekki ljúka viðskiptum á Netinu – þú þarf að sitja í sama herbergi og horfa á hana. Þannig eiga viðskipti að fara fram.“

Heimild: Time.com og UK Businessinsider

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!