KVENNABLAÐIÐ

Loksins: Nýir Facebook „læk“ hnappar!

Loksins getum við tjáð tilfinningar á Facebook: Lengi hefur verið beðið eftir að hægt sé að tjá sig um færslur með öðru en „like“ takkanum. Þú getur tjáð ást þína með hjarta (love), hlátur (haha), undrun (wow), depurð (sad) og reiði (angry).

 

Svona líta þessir nýju út!
Svona líta þessir nýju út!

 

„Við skiljum að þetta er stór breyting og við vildum hugsa þetta alveg í gegn áður en við hleyptum þessu af stokkunum,“ segir Sammi Krug hjá framkvæmdasviði Facebook. „Við höfum verið með rýnihópa um allan heim í meira en ár til að sjá hvaða tilfinningar fólk myndi helst vilja sjá. Einnig höfum við skoðað hvernig fólk tjáir sig við pósta og hvaða límmiðar eru helst notaðir.“

Hægt er að halda músabendlinum yfir „like“ merkið og þá birtast hin merkin – á farsímum þarf að halda niðri „like“ takkanum áður en hin merkin birtast.

Helsta ástæðan fyrir breytingunni ku þó vera sú að fólk á erfitt með að „læka“ færslu þar sem verið er að flytja slæmar fregnir.

Heimild: Time.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!