KVENNABLAÐIÐ

Einkaþjálfarinn sem bætti á sig 30 kílóum fyrir viðskiptavininn

Sumir leggja á sig meira en aðrir: Þjálfarinn Adonis Hill frá New York bætti á sig 30 kílóum á þremur mánuðum til að grennast jafnhliða viðskiptavini sínum Alyssu.

thjal1

 

 

Þetta gerði hann fyrir þáttinn Fit to Fat to Fit. Í þáttunum bæta þjálfarar á sig þyngd til að geta verið samferða viðskiptavininum í þyngdartapinu. Adonis hætti gersamlega að æfa og borðaði 6-7000 kaloríur Á DAG. Hann þurfti þó að hætta þremur vikum fyrr en hann ætlaði því læknar sögðu honum að blóðþrýstingurinn væri orðinn „hættulega hár.“

Auglýsing

thjal2

 

 

Adonis hefur sjálfur glímt við ofþyngd: Þegar hann var 27 ára (hann er 29 ára í dag) varð fyrirtækið hans gjaldþrota og tapaði hann fúlgum fjár. Hann varð þunglyndur, hætti að fara út úr húsi og hitti fáa. „Þarna byrjaði ég að hlaða á mig kílóum. Allt virtist tilgangslaust og ég átti mér enga drauma lengur.“

 

thj

 

Eftir langt þunglyndisskeið dró vinur hans hann út að ganga. Hann fór að fara reglulega út að ganga og lengdi sífellt göngutúrana. Hann fór að skokka, tók upp heilbrigðari lífshætti og þegar hann var 29 ára hafði hann misst 45 kíló. Hann fór að lyfta lóðum til að bæta á sig vöðvamassa og vinnur nú sem einkaþjálfari í fullu starfi.

Dæmigerður dagur í þyngdaraukningu
Dæmigerður dagur í þyngdaraukningu
Auglýsing

Þó ótrúlegt megi virðast var í raun erfitt fyrir hann að bæta á sig þyngd fyrir þáttinn. Venjulegur dagur í þyngdaraukningu var yfirleitt á þessa leið: Kaffi með miklum rjóma og kleinuhringur í morgunmat. Pizzur og pylsur á daginn, nartað í Oreo smákökur inn á milli. Þegar hann var búinn að missa 22 kíló hægðist á þyngdaraukningunni. Þá þurfti hann að bæta við gosi….svo um munaði. Hann bætti við fjórum lítrum af gosi Á DAG og þannig náði hann markmiðinu.

thjal3

 

Í þættinum átti hann í stökustu erfiðleikum með að hreyfa sig, en bæði hann og viðskiptavinurinn náðu markmiðum sínum og misstu um 25 kíló hvort.

 

Markmiðinu náð!
Markmiðinu náð!

Eftir þáttinn fór Adonis að æfa aftur en það var erfitt að borða „réttan“ mat aftur þar sem gömul fíkn gerði vart við sig – fíknin í skyndibita og sykur. Þurfti hann því að venja sig af óhollustunni og tók kúr sem mikla fitu, mikið prótein, lítið af kolvetnum og þá fór brennslan aftur af stað.

Allt virðist því vera hægt ef viljinn er fyrir hendi, ekki satt?

Heimild: The Mirror og Buzzfeed