KVENNABLAÐIÐ

NÝ rannsókn: Súkkulaðiát bætir heilastarfsemina

Eru þetta ekki besta frétt í heimi? Að fá sér reglulega súkkulaði er tengt skilvitlegri virkni í heilanum. Samkvæmt rannsókninni örvar súkkulaðiát skilvirkni heilans án tillit til alls hins sem við látum ofan í okkur.

Rannsakendur litu til eldri rannsóknar sem framkvæmd var meðal íbúa Syracuse í New York. Skrásett var matarræði þeirra og áhættuþætti er vörðuðu hjarta- og æðasjúkdóma. Þátttakendur tóku einnig próf til að meta skilvirkni heilans.

„Þeir sem neyttu súkkulaðis reglulega stóðu sig mun betur en aðrir í prófum sem vörðuðu sjón- og heyrnarminni, skipulagningu, minnið og rökhugsun ásamt öðrum þáttum heilastarfseminnar,“ segja rannsakendur.

Niðurstöðurnar koma því á óvart þar sem ekki var tekið tillit til annarra þátta í matarræði fólks.

Einnig fannst þeim ástæða til að nefna að súkkulaðiát gæti komið í veg fyrir hrörnun heilans.

Önnur rannsókn gefur einnig til kynna að súkkulaði getur hjálpað þér að grennast! Taugasérfræðingurinn Will Clower segir að smár biti af súkkulaði sem bráðnar hægt á tungunni tuttugu mínútum fyrir máltíð setur af stað „seddu“ hormón, með öðrum orðum, þá minnkar matarlystin. Að ljúka máltíð á sama hátt getur komið í veg fyrir að þú freistist til að fá þér aukabita eftir máltíðina.

Eru þetta ekki dásamlegar fréttir? Nú getur þú fengið þér meira súkkulaði án samviskubits!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!