KVENNABLAÐIÐ

Ótrúlegt en satt: Uppskrift að PIZZASÚPU

Verið róleg, við erum ekki að bulla!

Súpa sem bragðast eins og pizza? Já, hún er til! Fyrir pizzuaðdáendur hlýtur þessi uppskrift að vera sem himnasending!

Ef þú veist hvernig frönsk lauksúpa er gerð…þá er hið sama hér uppi á teningnum.

Beikonbitar steiktir í stórri pönnu. Bættu við gulrótum, lauki og hvítlauki og láttu malla í 10-15 mínútur. Tómatmaukinu blandað saman við og smá hveiti til að þykkja. Þegar þetta er orðið til, settu í stóran pott með tómötum, kjúklingakrafti, timian, lárviðarlaufi og láttu malla í 25 mínútur sirka. Svo bætirðu rjóma í! (Já, þetta er ekki megrunaruppskrift!)

Þegar súpan er tilbúin er hún sett í hverja skál fyrir sig, mozarellaosti stráð yfir (ekki spara hann!) og pepperoni, skinku eða hvaðeina heillar þig sett ofan á. Settu í grillið í ofninn þar til osturinn hefur náð fullkomnun.

Verði þér að góðu! 😉

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!