KVENNABLAÐIÐ

„Ég og dóttir mín gætum verið systur“

Ekki allir sammála þessu: Donna og Mya Galt fóru í sjónvarpsþátt í Bretlandi eins klæddar og með eins hárgreiðslu. Mamman hélt því fram að fólk teldi að þær væru systur en ekki mæðgur. Fékk hún innblástur af myndinni sem flug um á netinu af mæðgum sem þóttu allar vera jafn gamlar.

 

Myndin af mæðgunum sem fór á flug á Netinu
Myndin af mæðgunum sem fór á flug á Netinu

 

Segir móðirin, Donna (33 ára, móðir sex barna), að fólk sé alltaf að ruglast á þeim. Netverjar voru margir hverjir ekki sammála þessari staðhæfingu eins og sjá má á eftirfarandi tvítum.

 

systur tvit

systur tvit2

 

Dóttirin Mya segir að hún og mamma hennar hafi svipuð áhugamál og henni sé sama þó þær greiði sér og klæði sig svipað. „Það er bara svalt,“ segir hún.

Við gagnrýninni segir Donna sem er frá Brighton í Sussex: „Ég er bara það sem ég er. Fjölskyldan og vinir okkar sem þekkja mig segja að ég sé þessi venjulega mamma sex barna og ég legg mikið uppúr því að sýnast ungleg.“

 

systur2

 

Ekki margir voru þó sammála henni á Twitter hvor væri mamman og hvor væri dóttirin. Donna er þó sannfærð um að fólk sjái eitthvað sem hún sér ekki: „Fólk er oft í sjokki að sjá hversu líkar við erum. Það getur verið að hún sé bara fjórtán en hún er elst af börnunum mínum og hegðar sér eins og hún sé 21 árs.“

 

systur1

 

Þrátt fyrir að Donna og Mya séu sáttar við að fara sem „tvíburar“ út að versla saman og greiða sér á sama hátt getur verið að fólk sé á annarri skoðun. „Mya kemur til mín til að læra hvernig á að greiða sér og klæða. Við erum hið fullkomna teymi – móðir og dóttir sem líta eins út.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!