KVENNABLAÐIÐ

Ef kápan þín vekur ekki hjá þér tilfinningar – losaðu þig við hana!

Kon-Mari leiðin nýtur sívaxandi vinsælda. Hún miðar að losa sig við allan óþarfa, og við meinum ALLAN. Þetta ætti að færa þér hamingjuna!

Hin japanska Marie Kondo gaf út metsölubókina The Life-Changing Magic Of Tidying Up: The Japanese Art Of Decluttering And Organising.

Marie segir: „Ef hluturinn sem þú veltir fyrir þér hvort þú ættir að henda vekur ekki upp hjá þér brjálæðislegar tilfinningar á hann ekki að vera heima hjá þér!“

 

km

 

En það er ekki nóg að horfa á hann. Hún segir til dæmis að þegar þú ferð í gegnum fataskápinn þinn með það að markmiði að losa þig við föt, áttu að setja öll fötin í eina hrúgu. ÖLL, ekki sleppa neinum. Svo tekur þú upp flíkina, snertir hana og athugar hvort hún veki upp hjá þér tilfinningar. Ef ekki – láttu hana fara.

Hér má sjá Marie brjóta saman hina fullkomnu nærfataskúffu:

Marie sýnir líka stórkostlega aðferð við að brjóta saman föt: Þú brýtur öll fötin í litla krúttlega pakka og fer ekkert fyrir þeim. Hún hvetur fólk til að losa sig við öll geymsluúrræði, svo sem plastkassa og annað því þau geri ekkert annað en safna drasli.

Innanhússarkitektinn Laurence Llewelyn-Bowen er á sömu línu: Hann hannar baðherbergi með sem fæstum hirslum því „þær fyllast bara af drasli.“

 

Gretchen Rubin
Gretchen Rubin

 

Gretchen Rubin er höfundur bókarinnar The Happiness Project (er til á íslensku einnig) og hefur hún selst í bílförmum. Hún trúir því að hamingjan hefjist með snyrtilegum fataskáp og rólegu heimili.

Hún flokkar draslið sem við tímum ekki að henda. Til dæmis föt sem þú klæðist en veist þú ættir ekki að gera það, eins og ljótu og hrikalega þægilegu leggingsbuxurnar þínar, allt of dýra flíkin sem þú keyptir og tímir ekki að henda því þá þarftu að játa á þig mistök, háu hælarnir sem þú keyptir en þeir eru svo óþægilegir að glætan þú gætir einhverntíma gengið í þeim, ljótar fjölskyldugjafir, allt of margir minningahlutir. Þessir hlutir eiga það þó sameiginlegt að þeir verða að fara. Hverfa úr lífi þínu!

Þú getur kynnt þér betur þessa minimalísku stefnu á vefnum, til dæmis HÉR

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!