KVENNABLAÐIÐ

Jon Hamm les niðurbrotinn upp texta Justin Beiber – SORRY

Jon Hamm er ótrúlega leiður og biðst afsökunar í nýútkomu myndbandi sem teymi Vanity Fair setti saman, en í vitleysunni fer sjónvarpsleikarinn góðkunni með valdar línur úr nýjasta stórsmelli Justin Bieber.

Þá er það ekki bara Jon Hamm sem er hryggari en orðum tekur að nefna, heldur eru þau Nick Jonas, Maya Rudolph, John Legend, Chelsea Handler og Judd Apatow álíka leið og Hamm. Reyndar eru 29 heimsþekktir einstaklingar alveg miður sín, en öll fengu þau það hlutverk að fara með eina línu hvert um sig – úr einu og sama laginu.

Þetta hlýtur að vera fyndnasti leiklestur ársins, en hér að neðan má sjá tvö myndbönd – fyrst koma niðurbrotnar stórstjörnur með John Hamm í fararbroddi, en þar fyrir neðan má sjá stórsmell Bieber – SORRY – sem allir vitna ólmir í fyrir Vanity Fair:

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!