KVENNABLAÐIÐ

Súkkulaði bráðhollt verðandi mæðrum og börnum í móðurkviði – Rannsókn

Óléttum konum er hollast að innbyrða súkkulaði á meðgöngu ef marka á niðurstöður nýlegrar rannsóknar. Jafnvel einn súkkulaðimoli á dag getur haft jákvæð áhrif fyrir fylgjuna og stutt við heilbrigðan vöxt fósturs í móðurkviði, að ekki sé minnst á blóðflæði í líkama hinnar verðandi móður.

Þessu standa vísindamenn á fastar en fótunum, en niðurstöðurnar sem kynntar verða fyrir fagfélaginu Society for Maternal-Fetal Medicine, fólu í sér rannsóknir á því hvort súkkulaði sem ríkt er af flavanol, sem er öflugt andoxunarefni sem unnið er úr kakóplöntunni sjálfri, gæti dregið úr kvillum á síðari hluta meðgöngu (pre-eclampsia) sem geta haft alvarlegar afleðingar í för með sér fyrir heilsu móður og barns.

Engum blöðum er þó um það að fletta að dökkt, biturt súkkulaði og hrásúkkulaði mun allra hollast, en flavanol mun finnast í ríkari mæli í hreinu súkkulaði en hefðbundnu mjólkursúkkulaði. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að dökkt, biturt og þá sérstaklega hrásúkkulaði er afar styrkjandi fyrir heilsuna; það eitt að næla sér í lítinn mola á dag getur dregið úr minnisglöpum, orkað styrkjandi á hjartað og komið jafnvægi á blóðþrýstinginn.

Umrædd rannsókn tók á 129 konum sem ýmist voru gengnar 11 til 14 vikur á leið en þáttakendum var skipt upp í tvo hópa af handahófi. Fengu allir þáttakendur 30 grömm af súkkulaði á hverjum degi (sem samsvarar litlu súkkulaðistykki) en súkkulaðið innihélt ýmist lítið eða mikið magn af fyrrgreindu andoxunarefni, flavanol og innbyrtu hinar verðandi mæður eitt súkkulaðistykki á dag í 12 vikur samfleytt.

Konurnar voru undir ströngu eftirliti meðan á rannsókn stóð og voru merki um meðgöngueitrun, stærð og lögun fylgju ásamt vexti barnsins í móðurkviði vandlega mæld, en blóðflæði var mælt í upphafi rannsóknar og svo aftur að tólf vikum liðnum.

Niðurstöður leiddu engan sjáanlegan mun í ljós milli hópanna tveggja, en blóðflæði allra þáttakenda tók jákvæðan kipp og mun öflugra breytinga varð vart en meðal almennt getur talist ágætt. Rannsóknin þykir því hafa sýnt fram á með óyggjandi hætti að súkkulaði hafi jákvæð áhrif á vöxt fylgju og þroska fósturs í móðurkviði og einnig að styrkjandi áhrif súkkulaðimolans sé ekki einungis flavanol að þakka.

/ ABC greindi frá

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!