KVENNABLAÐIÐ

Organdi krúttlegur Pacman-froskur BRJÁLAST úr reiði! – Myndband

Öskureiður! Og gargandi krúttlegur! Þetta er ekki fótósjoppað og froskar á borð við þann sem sést hér í myndbandinu að neðan eru til! Þeir geta orðið allt að tíu ára gamlir, eiga ættir að rekja til Suður-Ameríku og ganga undir gælunafninu Pacman-froskar, út af risastórum munninum og kúlulaga maganum.

Þeir eru örsmáir, en árásargjarnir, eru af ættkvíslinni Ceratophrys eins og nafnið útleggst á ensku og hika ekki við að vaða í stærri bráð en þeir geta valdið. Ekki er jafnvel óalgengt að Pacman-froskar ráðist á mýs og rottur, en oddhvassir angar sem vaxa út úr efri kjálka þeirra gera að verkum að þeim er nær ómögulegt að sleppa bráðinni þegar þeir hafa bitið sig fasta á annað borð.

Svona líta þeir út á ljósmynd en myndbandið að neðan er miklu krúttlegra!

Ceratophrys_ornata_(Pacman_Frog)

Sennilega er brjálaði froskurinn hér að neðan karlkyns, því kvendýrin geta orðið miklu stærri og þyngri og valda jafnvel að gleypa rottu í einu lagi, takk svo mikið. En þeir kvaka svona skemmtilega líka og ekki ber á öðru að litla Pacman-krílið sé alveg búið að fá nóg af puttapoti og vitleysu!

Hjálp, hvað litla bollan er fyndin!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!