KVENNABLAÐIÐ

Krúttsprengja! – Sólarhringsumönnun kettlingaathvarfs með gegnum GoPro linsu

Í yndislegu myndbandi sem sýnir dagleg störf starfsmanna í dýraathvarfi er hulunni svipt af því hvernig kettlingaathvarf er starfrækt og ekki er laust við að áhorfið laði fram örlítið kusk í auga. Hér má sjá kafloðna, nýfædda og mjálmandi, munaðarlausa kettlinga sem varla hefðu lifað daginn af, ef ekki væri fyrir umönnun sem nær yfir meirihluta sólarhringsins og tryggir þeim viðunandi næringu, hreinlæti og svo helling af knúsi og notarlegu klóri.

Það var starfsmaður dýraathvarfsins, eða kettlingagæslunnar, eins og dýrahjúkrunarfræðingarnir á vegum San Diego Humane Society kjósa að kalla starfsemina, sem setti á sig GoPro myndavél og filmaði þannig heilan dag í kettlingagæslunni.

Örsmáir og mjálmandi krúttboltar sem súpa mjólk úr pínulitum pelum, vafðir inn í mjúk teppi og fá klór með tannbursta; það er varla hægt að segja annað en að vel fari um dýrin!

Yfirkrúttun í meira lagi!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!