KVENNABLAÐIÐ

Hrikalega meitlaður Ronaldo á forsíðu GQ: „Væri glæpur að fótósjoppa manninn!“

Hrikalegir magavöðvar Christiano Ronaldo og meitlaður líkami hans á forsíðu febrúartölublaðs GQ eru bókstaflega að gera allt vitlaust þessa dagana, en fótboltastjarnan prýðir ekki einungis forsíðuna ásamt ofurfyrirsætunni Alessöndru Ambrosio heldur er einnig viðtal við kappann að finna inni í blaðinu.

Fáklædd fótboltastjarnan hefur valdið miklum usla með þeirri ákvörðun sinni að prýða forsíðuna á nærbuxunum einum fata og segja ófáir að átt hafi verið við myndina en þessu þverneitar ritstjórn GQ og segir ekki hægt að fótósjoppa Ronaldo, maðurinn sé einfaldlega svona meitlaður og skorinn. Að væru Nóbelsverðlaun fyrir líkamlega fullkomnun veitt, væri Ronaldo án efa verðlaunahafi ársins.

Þannig segir á vefsíðu GQ:

Ef þú hugsar eins og við, þá brá þér eflaust við að sjá sjálfan Ronaldo á forsíðu febrúar tölublaðsins með Alessöndru Ambrosio og eflaust, þegar mesta undrunin var yfirstaðin – hefur þú eflaust velt þeirri spurningu upp hversu mikið var átt við myndina?

Svarið við þeirri spurningu er tvíþætt; góðu fréttirnar eru þær að svona lítur Ronaldo út í raun og veru (magavöðvar og brúnkukrem innifalið, já) – en slæmu fréttirnar eru þær að þú þarft að leggja mun meira á þig en námskeið í myndvinnslu til að ná þessum árangri.

cristiano-gq-cover

Glansritið hefur áður legið undir ámæli fyrir gífurlega kynferðislegar og jafnvel óviðeigandi forsíðumyndir að ógleymdri réttmætri gagnrýni á yfirunnum ljósmyndum af fyrirsætum, sbr. þegar störnurnar úr Pretty Little Liars prýddu forsíðu GQ árið 2014. Því ber ekki á öðru en að GQ hafi genigð alla leið í þetta skiptið og að Ronaldo sé einfaldlega í svo gífurlega miklu formi að myndrænnar mótunar sé ekki þörf.

Áhugasömum er bent á að Ronaldo fer í saumana á eigin árangri í tölublaðinu sjálfu; þeirri list að sparka bolta og svo hvernig á að móta lýtalausa magavöðva, að ekki sé minnst á hvernig stjarnan hefur byggt upp ómannlegt úthald sem skilaði honum heimsfrægð.

Umfjöllun GQ um árangur Ronaldo má lesa HÊR

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!