KVENNABLAÐIÐ

Viðvarandi streita getur valdið Alzheimer sjúkdómi síðar meir – Myndband

Enginn vafi leikur á því að þó hæfileg streita geti örvað viðbrögð heilans og jafnvel knúið líkamann áfram, er streita sem keyrir fram úr hófi beinlínis óholl fyrir líkamskerfið.

Í ákveðnum tilfellum er streita hvetjandi; getur hvatt til góðra verka og leyst ónýta orku úr læðingi. Hæfileg streita getur meira að segja aukið á einbeitingu og komið að góðu gagni ef viðkomandi þarf að halda ræðu í fjölmenni. En viðvarandi streita hefur neikvæð áhrif á heilastarfsemina, getur leitt til kvíða, þunglyndis og jafnvel aukið líkur á Alzheimer sjúkdómnum síðar á ævinni.

Hér má sjá hvaða áhrif viðvarandi streita hefur á heilastarfsemina og hvernig streitan getur jafnvel aflagað heilann sjálfan, starfsemi hans og dregið úr getu heilans til að meðtaka og vinna úr upplýsingum. Að því sögðu er ekki óvarlegt að áætla að hugleiðsla, yoga og öndunaræfingar hafi hagnýta merkingu og því er ekki úr vegi að reyna að slaka á eftir bestu getu og gera allt sem í valdi okkar stendur til að vinna á móti viðvarandi streitu:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!