KVENNABLAÐIÐ

Íslenskur tvífari Leonardo Di Caprio ratar á síður GQ

Rammíslenskur tvífari stórleikarans Leonardo DiCaprio er til umfjöllunar í menningaritinu GQ þar sem blaðamaður fer mjúkum orðum um Ágúst Ævar Guðbjörnsson,sem er 33 ára gamall grafískur hönnuður og rekur auglýsingastofuna 23 sem staðsett er á Fiskislóð í Reykjavík.

Segir blaðamaður GQ Ágúst vera þriðja tvífara DiCaprio sem skýtur upp kollinum í þessari viku, en leikarinn sjálfur, sem hreppti Golden Globes verðlaunin fyrir fáeinum dögum og er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína, á einnig tvífara í Svíþjóð og Rússlandi.

Þá vísar glansritið í orð unnustu Ágústar, Andreu Björnsdóttur, sem einnig er grafískur hönnuður og birtir opinbera stöðuuppfærslu hennar af Facebook, þar sem Andrea segist meðal annars merkja aukinn fjölda ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu á því hversu unnusti hennar sé eftirsóttur:

 

Ég finn aðallega fyrir fjölgun ferðamanna, með fjölgun mynda sem ég er beðin um að taka af þeim með unnusta mínum, DiCaprio. Soldið líkir, ekki satt? :)

Posted by Andrea Björnsdóttir on Sunday, April 26, 2015

Umfjöllun GQ má lesa í heild HÉR 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!