KVENNABLAÐIÐ

Blade Runner – Vélmennið Roy Batty opnar augun í dag, þann 8. janúar 2016

Merkur dagur í heimi vísindaskáldskapar er runninn upp, en í dag – þann 8. janúar 2016, öðlast vélmennið Roy Batty, sem hélt heimsbyggðinni í heljargreipum í kvikmyndinni Blade Runner, loks skammvinnt líf. Það var þýski stórleikarinn Rutger Hauer, sem fór með hlutverk Roy og gerði vélmennið ódauðlegt á hvíta tjaldinu en hnyttin tilsvör Roy, lífsþorsti hans og vægðarleysi í leit að hamingjunni fangaði hjörtu og hugi áhorfenda þegar myndin kom út fyrir áratugum síðan.

Þó Roy væri hvorki af holdi né blóði gerður, vakti tilvist hans sem samkvæmt ævintýrinu, hefst í dag, upp áleitnar spurningar um eðli og tilgang lífsins, hlutverk okkar sem manneskjur og þau forréttindi sem fólgin eru í því að mega elska. Roy kom, sá og sigraði og veitti aðalhetjunni sem leikin var af Harrison Ford, harða samkeppni um sviðsljósið og er enn skiptar skoðanir um andstæðingana Roy og Deckard; hvor þeirra var í raun hetja myndarinnar.  

Lostafull unnusta Roy, Pris Statton, opnar augun á Valentínsuardag í ár
Lostafull unnusta Roy, vélmennið Pris Statton, opnar augun á Valentínsuardag í ár

Kvikmyndin Blade Runner, sem leikstýrt var af Ridley Scott og byggði lauslega á skáldsögunni Do Androids Dream of Electric Sheep eftir Philip K Dick, var ein af stærstu kvikmyndum áttunda áratugarins. Söguþráðurinn spannar heimspekilegar vangaveltur um siðferði klónunar og endurspeglar þá löngun að mega upplifa sanna nánd, eðli minninga og síðast en ekki síst sára löngun til aukinnar sjálfsþekkingar. Sagan sjálf hefst í nóvember árið 2019, þó Roy opni augun í dag, en hann á einungis fáeinar vikur eftir ólifaðar þegar myndin hefst.

Roy ræðir við skapara sinn, Dr. Tyrell og óskar lengri lífdaga – grein heldur áfram:

Illmennið, uppfinningamaðurinn og frumkvöðullinn að baki Tyrell Corporation hefur hafið framleiðslu á nær mennskum vélmennum sem búin eru gervigreind sem á að þjóna mannfólkinu við margvíslegar úrlausnir flókinna verkefna. Fáeinum vélmennum úr nýju Nexus-6 línunni sem enn er á tilraunastigi, þar á meðal Batty, tekst að flýja kúgara sína og hefja þau leit að eigin uppruna, ásamt því að berjast fyrir lengri líftíma á jörðu en flóttinn tekur brátt á sig blóðuga mynd.  

Þá er Rick Deckard, sem hefur atvinnu af hausaveiðum, fengið það vandasama starf að fanga vélmennin; að rekja ferðir Roy, sem er forsprakki hópsins og á Deckard að gera vélmennið, sem búið er ómanneskjulegu afli, óvirkt. Ekki fer þó betur en svo að ástin bankar að dyrum hjá Deckard með flóknum afleiðingum.

Morðkvendið og snákatemjarinn Zhora Salome kemur í heiminn þann 10 júní
Morðkvendið og snákatemjarinn Zhora Salome kemur í heiminn þann 10. júní 2016

Sjálfur sagði Rutger Hauer í viðtali við breska miðilinn Telegraph fyrir fáeinum árum að talsverður vafi leiki á því hvort Deckard væri mennskur: 

Að mínu mati hegðar persóna Harrison Ford sér eins og vélmenni, hver sem sannleikurinn svo er. Hann er gangandi dauður; hann er villuráfandi sál sem hefur glatað eigin tilgangi. Þó er það í höndum áhorfandans að leysa ráðgátuna og það eitt, að mínu mati, er einn helsti styrkleiki myndarinnar hvað Deckard varðar. Spurningin situr eftir í huga áhorfandans og skapar rými fyrir vangaveltur og umræður, Þannig lifir söguþráðurinn áfram í huga áhorfandans.  

Enn eiga þó fáein vélmenni enn eftir að líta dagsins ljós og hér fara dagsetningarnar:

Á Valentínusardag í ár, eða þann 14. febrúar 2016, verður nautnavélmennið  – eða “basic pleasure model” – Pris Stratton, sem leikin var af Daryl Hanna, gangsett.  

Þann 2. júní 2016 verður morðkvendið Zhora Salome, sem leikin var af Joanna Cassidy, hins vegar gangsett en sú mun snillingur í meðhöndlun snáka og erótísk með meiru.

Þá má ekki gleyma sjálfum Leon Kowalski, sem leikinn var af Brion James, en hann opnar augun þann 10. apríl 2017 og er að lokum aflífaður í kjölfar yfirheyrslna sem sýna fram á vanmátt vélmenna til að greina mannlegar tilfinningar.

Hér fer úrslitabarátta þeirra Roy og Deckard sem skipaði sér klassískan sess í sögu kvikmynda: 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!