KVENNABLAÐIÐ

Microsoft AFHJÚPAR eldgamalt WINDOWS 95 myndband með FRIENDS stjörnum!

Í gær voru heil 20 ár liðin frá útgáfu Windows 95 stýrikerfisins sem átti eftir að umbylta tækniheiminum. Microsoft hélt ærlega upp á viðburðinn með endursýningu fáránlega fyndins kennslumyndabands sem lengi hefur verið grafið djúpt í iðrum áttunda áratugarins.

Það eru engin önnur en FRIENDS stjörnurnar Jennifer Aniston og mótleikari hennar, Matthew Perry, sem pota hér í lyklaborð og skoða grænan skjá með aðdáunarblik í augum, – en líkum má leiða að því að bæði hafi þau fengið ágæta þóknun fyrir stjörnuleikinn. Jafnvel harðan disk og stýrikerfi til að taka með heim í lok dags?  

Jennifer Aniston leikur sjálfa sig (með óaðfinnanlega hárgreiðslu) en saman stúdera þau Matthew þá slungnu list að stækka og minnka skjáglugga, hægrismelli með mús og hvernig á að endurheimta skjal úr ruslafötunni.

Ertu nörd í eðli þínu? Máttu sjá af klukkutíma eða svo? Smelltu á fáránlega halllærislegt myndbandið og reyndu að halda niðri í þér hlátrinum!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!