KVENNABLAÐIÐ

Hneykslismál – REKIN heim fyrir að sýna NAKIÐ VIÐBEIN á skólatíma

Strangar reglur um klæðaburð í bandarískum gagnfræðaskóla hafa vakið upp reiði og hlotið harða gagnrýni foreldra, sem segja ótækt að dætur þeirra megi ekki klæðast peysum og blússum sem sýna nakið viðbein þeirra; efri hluta bringunnar og háls.

Unga stúlkan á ljósmyndinni hér að neðan var þannig rekin heim fyrir fáeinum dögum, en ekki þó fyrr en skólastjóri hafi hringt í móður hennar og beðið hana að sækja dóttur sína. Ástæðan: Dóttir hennar klæddist bol undir fráhnepptri peysu sem sýndi viðbein stúlkunnar.

Stúlkan beraði efri hluta bringunnar og skólastjórnendum þótti nóg boðið þegar nakið viðbein hennar blasti við táningsdrengjum á skólatíma:

11898714_10205047610205315_6689208938970330131_n

Stúlkan heitir Stepahine Hughes og var kölluð út úr tíma, send á skrifstofu skólastjóra þar sem hún mætti fyrir hóp annarra stúlkna úr skólanum sem einnig voru sendar heim þar sem skólastjórnendum þótti hálsmál þeirra of flegið – en reglur skólans kveða skýrt á um að ekki megi sjást í viðbein stúlknanna – þar sem nakinn neðri hluti háls þeirra trufli drengi við nám og veki óviðurkvæmilegan losta hjá drengjunum, sem þurfi að viðhalda einbeitingu og innri ró  á skólatíma.

Hér má sjá stöðuuppfærslu móður Stephanie, sem deildi þessari ljósmynd af dóttur sinni á Facebook fyrir fáeinum dögum síðan og grátbað notendur samskiptamiðilsins að láta orðið ganga, en ljósmyndin af Stephanie rataði í heimsmiðla: 

 

 

Skólinn, sem heitir Woodford County High School er staðsettur í Kentucky og hefur lengi legið undir ámæli og gagnrýni fyrir fornárleg viðhorf til ungra kvenna, en þannig gerði Maggie Sunseri, ung stúlka við gagnfræðaskólann, stuttmynd fyrr á þessu ári sem ber einfaldlega heitið Shame: A Documentary on School Dress Code og sagði meðal annars við útgáfu myndarinnar:

Að segja ungum stúlkum að þær verði að klæðast siðlegum fatnaði þar sem nærvera þeirra geti að öðrum kosti eyðilagt menntamöguleika unglingsdrengja er skaðlegt og rangt.

Umfjöllun Cosmopolitan má lesa hér en að neðan má hins vegar sjá stuttmyndina sem kom út fyrr á þessu ári, þar sem farið er ofan í skaðleg viðhorf bandarískra skólayfirvalda og óhóflegar kröfur um viðeigandi klæðaburð ungra stúlkna:

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!