KVENNABLAÐIÐ

Hannaði einstaklingsrúm sem þeytir svefndrukknum þrjóskupúkum út á gólf

Ó nei! Á markað er komið einstaklingsrúm sem þeytir svefnpurrkum fram á gólf ef viðkomandi tekur ekki við sér þegar klukkan hringir. Það er brjálaði verkfræðingurinn Colin Furze, sem stendur að baki hugmyndinni sem er í senn rakin snilld og hreinasta brjálæði.

Rúmið nefnist High Voltage Ejector Bed og hlustar ekki á neinar mótbárur; þegar fimm mínútur eru liðnar frá fyrsta hanagali (eða klukkuhringli) tekur rúmið við sér, spennir fjaðrirnar og þeytir steinsofandi eigandanum út á gólf, með ýlfrandi bílflautuhljóðum og skerandi sírenuvæli.

Almáttugur?

high-voltage-ejector-bed-throw-out-colin-furze-5

Colin, sem er breskur, er þekktur fyrir brjálaðar uppfinningar en flestar hefur hann sett saman hjálparlaust í bílskúrnum heima við. Þá er Colin ekki alvöru verkfræðingur, heldur pípulagningarmaður sem sagði upp starfi sínu til að taka við stjórn sjónvarpsþáttarins Gadget Geek á sjónvarpsstöðinni Sky1.

Hugmyndina að hinu heiftarlega rúmi fékk hann að eigin sögn gegnum YouTube rás sína og hlaut styrk til framleiðslunnar frá kaffiframleiðanda sem nefnist Taylors of Harrogate en hann sækir einnnig innblástur í vitleysingana Wallace og Grommit. Þess má að lokum geta að Colin heldur úti vefsíðu þar sem frekari upplýsingar um hugverk hans er að finna. 

Hryllileg uppfinning sem eflaust myndi þó gagnast einhverjum!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!