KVENNABLAÐIÐ

Kókosolían er BESTA snyrtivaran – 10 notkunarmöguleikar!

Við fáum bara ekki nóg af kókosolíu því hún er ekki bara holl og bragðgóð –hún er líka frábær, ódýr og margnota snyrtivara. Það er full ástæða til að kaupa sér góða krukku af kókosolíu því hana má nota á ótal vegu.

1. Kókosolía er frábær handáburður, styrkir neglurnar og góð til að mýkja naglaböndin. Ein sykurpæjan er alltaf með krukku af kókosolíu við eldhúsvaskinn og skellir smá í lófa sér eftir uppvaskið.

b2446e86c7d2daac8ebf2e5f8d3de818

2. Highlighter á kinnbeinin. Það er engin ástæða til að kaupa rándýran highlighter í snyrtivöruverslun. Settu ofurlítið af kókósolíu efst á kinnbeinin og efst á augnlokin uppi við augabrúnirnar og fáðu náttúrlegan gljáa! Fersk eins og rós!

Hayden-Panettiere-highlight-351x185

3. Raksturskrem. Berðu á þig kókosolíu í sturtunni þegar þú ætlar að raka á þér fæturna. Kókosolían er hreinsandi, vinnur gegn bakteríum, lyktar guðdómlega og fæturnir munu verða mjúkir og ilmandi að rakstri loknum. Besta raksturskremið!

Auglýsing

4.1.1

4. Djúpnæring fyrir hárið. Mýktu kókosolíu á milli fingra þinna í sturtunni og renndu fingrunum í gegnum hárið og nuddaðu endana sérstaklega vel. Settu hárið í snúð og pakkaðu hárinu inn í handklæði eða baðhettu/poka og sofðu með olíuna í hárinu. Að morgni þværðu hárið eins og venjulega og það verður mjúkt, fullt af raka og háglansandi.

coconut_oil_treatment

5. Förðunarhreinsir. Já, kókosolía nær líka af vatnsheldum maskara og við þekkjum ekkert betra en að hreinsa augnmálninguna af með kókosolíu. Kókosolían verndar líka húðina og heldur a henni raka. Svo þværðu þér bara eins og venjulega.

url

 

6. Rakakrem fyrir líkamann. Kókosolía er frábært rakakrem fyrir húðina og best að bera á sig eftir sturtu. Kókosolía virkar vel á þurra bletti og á olnboga og hné. Enn ein ástæða til að spara dýra merkjavöru.

images

7. Andlitshreinsir.  Kókosolía hefur hreinsandi áhrif og byggir upp húðina og heldur frá bakteríum. Settu smávegis af kókosolíu í bómullarhnoðra og hreinsaðu húðina að kvöldlagi. Þeir sem eru með mjög feita húð ættu að fara varlega í að nota kókosolíu nema þeir séu þess fullvissir að þeir þoli hana fyllilega.

coconut_oil_005

8. Hárgljái. Settu ofurlítið af kókosolíu í hárendana til að ná fram gljáa. EN mundu að ofurlítið er lykillinn svo hárið virðist ekki fitugt.

shinyhair3

9. Líkamsskrúbbur.  Hér er smá DIY fyrir þig: 1 dl kókosolía er bræddá mjög lágum hita þar til hún er fljótandi …áður en hún harðnar blandarðu saman við olíuna 2 dl af hrásykri og 5 dropum af ilmkjarnaolíu að eigin vali. Geðveikur líkamsskrúbbur.

Homemade-Coconut-Oil-Sugar-Scrub-with-Grapefruit1

10. Nuddolía. Kókosolía er frábær nuddolía og óhætt að bera á allan , já allan líkamann, líka á viðkvæmustu staðina. Hún myndar hála filmu á yfirborði húðarinnar sem gerir allt nudd auðveldara… og lyktin er dásamleg….góða nótt!

warming-massage-oil