KVENNABLAÐIÐ

„Detoxaðu“ líf þitt á 10 dögum!

Það er svona rétt eftir sumarfrí sem við upplifum þörfina fyrir að breyta. Koma lífi okkar í horf. En það getur komið smá babb í bátnum. Við burðumst með gamlan bagga á herðunum og hann kemur í veg fyrir að við tileinkum okkur nýjar venjur. Prófaðu að fylgja þessum 10 skrefum hér að neðan og sjáðu hvort þú verðir ekki ánægðari með lífið á eftir.

Dagur 1: Hreinsaðu út úr skápum og ísskápnum
Farðu í gegnum skápana hjá þér og ísskápinn og hentu öllu sem komið er yfir síðasta söludag. Hentu líka ávöxtum og grænmeti sem ekki er lengur ferskt. Fylltu svo skápana af hollustu fyrir næstu daga og ekki er verra að setjast niður áður en haldið er í búðina og skipuleggja vikuinnkaup sem eru full af orku og hollustu.

Dagur 2: Taktu til á vinnusvæði þínu
Taktu til á skrifborðinu þínu og hentu öllu því sem þú þarft ekki að eyða. Öllum gulu Post-It miðunum og krotblöðunum. Rusl getur rænt þig orku.

Dagur 3: Hreinsaðu til á samfélagsmiðlunum
Áttu vini sem fylla tímalínuna þína af alls kyns rusli? Áttu vini sem þú ert á laun að bera þig saman við? Samanburður er örvænting sem getur leitt til þunglyndis og neikvæðra hugsana. Veldu vini þína vel á samfélagsmiðlunum og veltu því fyrir þér hvort þeir séu uppbyggjandi. Og fyrst þú ert byrjuð, viltu þá passa þig á þessum miðlum. Passaðu tímann þinn sem kemur aldrei aftur. Þú ert ekki að missa af neinu. Lífið gerist ekki á Facebook. Lífið er að eyða tíma með fjölskyldu og vinum og vera í núinu.

Dagur 4: Grisjaðu úr fólkinu í kringum þig
Ertu að umgangast fólk sem dregur úr þér? Fólk sem lætur þér líða illa eftir að þú umgengst það? Hættu því þá! Veldu að umgangast fólk sem byggir þig upp og hvetur þig áfram. Lætur þér líða vel og gefur þér eitthvað.

Dagur 5: Endurstilltu orðaval þitt
Notar þú oft orð eins og: „Ég ætti”, „Mig langar”, „Ég ætla að reyna”, „Ég verð?“ Þú ættir kannski að tala minna og gera meira. Taktu þetta í þínar hendur og framkvæmdu bara það sem þig hefur lengi langað að gera og það sem þú ættir að vera gera. Þetta mun breyta lífi þínu.

Dagur 6: Búðu til streitulosandi áætlun
Skrifaðu á blað hvað þú venjulega gerir þegar þú ert stressuð. Færðu þér að borða? Pizzu, súkkulaði, skyndibita? Færðu þér í glas? Sígarettu? Refsar þú sjálfri þér með því að hugsa um það sem miður fór; aftur og aftur þar til þú sofnar? Sefur þú vel? Streita er niðurrif og það er mikilvægt að vera með áætlun um hvernig maður getur „dílað” við hana á uppbyggjandi hátt. Er göngutúr málið? Hitta vini og ræða málin? Fara í ræktina og svitna? Út að dansa?
Dæmi: Pirrar það þig gífurlega þegar hann segist ætla að koma heim kl 18 og borða með ykkur og hann lætur svo ekki sjá sig fyrr en kl 19? Fórstu áður í kexskúffuna og borðaðir allt sem tönn festi? Smelltu þér inn í herbergi og gerðu 20 armbeygjur og plankaðu í nokkrar mínútur í staðinn.

Dagur 7: Skipuleggðu „Play Day”
Skrifaðu niður á blað það sem þér þykir skemmtilegt að gera og það sem lætur þér líða vel. Einn dag í viku þá verður þú að gera eitthvað af þessum hlutum. Engar reglur! Bara gaman. Farðu á kaffihús, hittu vinkonur, farðu í búðir, láttu dekra við þig eða hvað það nú er sem þér finnst skemmtilegt.

Dagur 8: Hannaðu draumaáætlun þína
Eyddu hálftíma í dag í að hanna draumaplanið þitt. Hvernig væri líf þitt ef þú hefðir allan tíma í heiminum og engar skuldbindingar? Hvernig liti draumadagurinn út eða vikan? Það sem er svo ótrúlegt við að setja þetta á blað og skoða það er að oft erum við að lifa drauma okkar að mörgu leyti og án þess að við tökum eftir því. Þetta gefur okkur tækifæri til að breyta og laga til í lífinu.

Dagur 9: Jákvætt „props” allt um kring
Skreyttu hús þitt með blómum, settu ávexti í skál, hafðu hreint í kringum þig, hafðu hollan mat í ísskápnum. Allt heilbrigði byrjar í huganum.

Dagur 10: Þetta er frídagurinn þinn!
Gefðu sjálfri þér leyfi til að vera hamingjusöm bara eins og þú ert. Líttu í spegil og segðu: „Ég er frábær eins og ég er og þetta verður góður dagur.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!