KVENNABLAÐIÐ

Heilsuræktarferð 
til
 Salou á
 Spáni

Segðu mér frá nýjustu ástinni þinni í þrjátíu orðum!

Varla hægt… og sama er að segja um nýjustu uppáhalds ferðirnar mínar.  Ekki hægt að lýsa í þrjátíu orðum hvað það er sem gerir líkamsræktarferðirnar til Salou svona æðislegar.

strönd 2

Fyrstu ferðina fórum við Bára Hilmarsdóttir þjálfari fyrir ári síðan.  Ég kom heim full af orku frá öllum æfingunum, jóganu, hugleiðslunni, sólinni, sandinum og skemmtilega samferðarfólkinu!

Ég hélt í alvöru að það gæti ekki orðið eins gaman aftur.  Þetta var bara einstakur hópur og svona frábært fólk yrði erfitt að finna til að fylla aðra ferð. Og svo flugum við af stað í næstu ferð…

Systur, vinkonur, nágrannar, vinnufélagar og einstaklingar einir á ferð.

Og það var jafn gaman! Jafn frábært! Jafn mikið hlegið og skrafað um allt og ekkert. Það bara gerist eitthvað á svona stað – í svona ferð.

strönd
Æfa, slaka, sóla sig, spjalla, lesa og hlæja yfir hvítu. Að vera í fríi og hafa engar skyldur. Rækta kroppinn og hugann og setja sig nú einu sinni í fyrsta sæti! Það gerist eitthvað alveg magnað og loftið fyllist af endorfíni. Meira að segja þeir sem sögðust aldrei fara í sjóinn, enduðu í öldunum í æfingagallanum!

Já, maður hrífst með.

Ferðin hentar öllum sem eru til í að hreyfa sig á hverjum degi, hugleiða við niðinn frá hafinu, hafa gaman og kynnast nýju fólki. Allir æfa á sínum hraða, eftir eigin getu jafnt vanir sem óvanir. Svæðið sem við búum á  er yndislegt, með ýmislegri afþreyingu. Stutt er á ströndina og hægt að hjóla um allt á fínum stígum.

Velkominn nýji hópur sem ætlar að fylgja okkur inn í haustið með stæl!

Ólöf Björnsdóttir
fararstjóri

Næsta ferð verður farin 21.‐29. september 2015
Nánari upplýsingar á gaman.is

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!