KVENNABLAÐIÐ

A L B A T R O S: Sykur og Sena bjóða lesendum á íslensku gamanmyndina ALBATROS!

SYKUR í samstarfi við SENU bjóða til bíóferðar og gefa nú fimm heppnum lesendum TÍU BOÐSMIÐA á íslensku gamanmyndina ALBATROS sem frumsýnd verður í Reykjavík í dag, þann 19 júní. Það eina sem þarf til að komast í pottinn er að skrá athugasemd fyrir neðan þessa grein og segja okkur hvers vegna þig langar að sjá þessa frábæru gamanmynd.

Hér má sjá kynningarstikluna en titillagið og söguþráð má sjá fyrir neðan sjálfa stikluna! 

Tómas er ungur og ástfanginn maður sem ákveður að leggja framtíðarplönin a hilluna til að elta kærustu sína vestur á firði þar sem hann ræður sig í sumarvinnu hjá Golfklúbbi Bolungavíkur. Ekki beint það sem hann hafði hugsað sér eftir háskólanám en ástin spyr hvorki um stað né stund. Þar kynnist hann ansi skrautlegum og virkilega metnaðarfullum yfirmanni sem þráir ekkert heitara en að fá stórmót á golfvöllinn í Bolungarvík og líst Tómasi ekki beint á blikuna. Allt gerir hann þó þetta fyrir hina einu sönnu en svo dynja áföllin yfir.

Frekari upplýsingar um leikendur og þáttakendur má lesa um fyrir neðan myndbandið: 

Þannig er söguþráður gamanmyndarinnar Albatros sem tekin var upp af upprennandi kvikmyndagerðarfólki sem lagði af stað í afar metnaðarfullt verkefni. Hlutverk Tómasar er í höndum Ævars Arnar Jóhannssonar en með önnur helstu hlutverk myndarinnar fara Finnbogi Dagur Sigurðsson, Gunnar Kristinsson og Birna Hjaltalín Pálmadóttir. FAðir hennar, Pálmi Gestsson, fer með hlutverk hins ofur metnaðarfulla yfirmanns, Tómasar Kjartans hins alísenska smákóngs, sem hatar ekkert meira en Ísfirðinga og þá sérstaklega formann Golfklúbbs Ísafjarðar, Þránd, sem leikinn er af Guðmundi Magnúsi Kristjánssyni (Paparmug).

Settu nafnið þitt í pottinn – þú gætir verið á leið í bíó!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!