KVENNABLAÐIÐ

Einn íðilgrænn: Spínatsprengja með dass af banana og möndlumjólk

Spinat er kannski ekki svarið við öllu, en er engu að síður sneisafullt af bætiefnum. Spínat er alger unaður hráefni til að setja út í grænan drykk að morgni, því það inniheldur enga fitu, er laust við kolvetni, utan þess að spínat inniheldur bara örfáar kaloríur. Spínatið er líka auðugt af A, C og K vítamum, járni, trefjum og fólatsýru.

2

Í þennan drykk þarftu 1 banana (frosinn og afhýddan eða nýjan úr búðinni) og eina matskeið af lífrænu hnetusmjöri i blandarann. Næst stendur valið um 2 dl af möndlumjólk eða 2 dl af AB mjólk – þitt er valið!

71

Fylltu að síðustu blandarann upp í topp með spinatlaufum. Áætlaðu bara og fylltu blandarann af iðilgrænum laufum, vertu rausnarleg/ur frekar en hitt. Smelltu blandaranum af stað og hrærðu vel þar til blandann er orðin þétt og mjúk í sér og engar ójöfnur er að finna i blöndunni.

 

Helltu í upphátt glas – og njóttu!

Uppskrift: Iowagirleaats

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!