KVENNABLAÐIÐ

Þetta er ekki heilsudrykkur: Berjakokteill með vodka og sítrónu

Vodka má bragðbæta með ýmsu, eins og kryddi, ávöxtum og berjum. Hér er uppskrift af bláberjavodka og með þessari uppskrift er kennt að búa til sumarlegan kokkteil sem er alveg sjúklega góður….Njótið helgarinnar…

Bláber og sól í krukku fyrir tvo: 

Vodki

1/2 bolli bláber

1/2 bolli frosin bláber

1 tsk sykur

límonaði

Sítrónusneiðar

1. Settu fersku bláberin í krukkuna: 

DSC_0001

2. Náðu þér í almennilegan vodka…ekki landa…þessi kokteill verðskuldar góðan vodka.

DSC_0006

3. Helltu vodkanum yfir berin.

DSC_0012

4. Þetta er svo fallegt….Bláa lónið….

DSC_0016

5. Notaðu gaffal til að kremja berin í vodkanum og látið standa í kæli í allavega 12 klukkstundir.

DSC_0021

6. Eftir 12 tíma þá sigtarðu berin úr vodkanum. ( Þau eru stórhættuleg og áfeng svo passaðu að geyma þau hvergi þar sem börn ná til) Blandaðu saman þýddum frosnu bláberjunum og sykri í litla skál. Takið tvær krukkur sem þið ætlið að drekka úr og skiptið berjablöndunni með sykrinum á milli þeirra og fyllið af klaka.

DSC_0023

7. Fullkominn drykkur er svo einn hluti vodki og tveir af límónaði. Bætið smávegis af áfengu berjunum út í og skreytið með sítrónu.

DSC_0040

Þetta er fullkominn sumardrykkur…en munið að einn góður kokkteill…er yfirleitt alveg nóg!

Uppskrift fengin héðan

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!